Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 06:58 Feðgar þegar allt lék í lyndi. Getty/WireImage/Samir Hussein Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur. Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur.
Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira