Vegagerð á villigötum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 6. febrúar 2024 11:01 Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun