Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2024 11:56 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit hafði lengi stefnt að því að eignast Zodiak-bát. Sveitin fékk styrk frá FISK og draumurinn var að rætast en þau lentu í svikahröppum. Svo virðist sem þeir hjá Sportbátum stundi að fá greitt fyrir vörurnar en afhenda þær ekki. Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira
Skagfirðingasveit hafði safnað fyrir bátnum lengi og náði fyrir ári síðan þeim merka áfanga að fá styrk frá sjávarútvegsfyrirtækinu FISK fyrir harðbotna báti, óskráningaskyldum. „Mikil hátíð var hjá félögum og stofnaður hópur sem valdi bátinn og kom með tillögur að öllum aukabúnaði og slíkt. Fyrir valinu varð Aka Marine, undirtegund hjá Zodiak,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Við fengum tilboð hjá Sportbátum (Knarrarvogur ehf) og pöntuðum bátinn. Við pöntun greiddum við helming kaupverðs, eða 7.500.000.-. Mánuði síðar greiddum við 1.544.000.- fyrir tæki í bátinn sem versla átti innanlands. Samtals greiddum við kr. 9.044.000.- Stutta sagan er sú að enginn bátur var pantaður og engin tæki voru sótt eða greidd. Skagfirðingasveit var því féflétt af eiganda fyrirtækisins um samtals 9 milljónir. Já, hann lagðist svo lágt!“ Þetta er það sem upp kemur þegar reynt er að fá upplýsingar um Zodiak-báta hjá fyrirtækinu Sportbátum, á heimasíðunni sportbatar.is. Síðan var virk í gær en virðist nú liggja niðri. Hafdís Einarsdóttir er formaður sveitarinnar og hún segir ótrúlega sorglegt að lenda í svona fyrir sjálfboðaliðasamtök. „En fyrst og fremst viljum við koma þessum skilaboðum áleiðis til að minnka líkurnar á að fleiri lendi í þessu,“ sagir Hafdís í samtali við Vísi. Margir hafa sett sig í samband við hana eftir að þessi ósvífnu svik fóru að spyrjast og hefur hún heimildir fyrir því að slóðin liggi eftir fyrirtækið Sportbáta. Enn sé reynt að selja báta í gegnum heimasíðuna og Facebook-síðu fyrirtækisins. Þá reyni forsvarsmaður fyrirtækisins enn að telja fólki trú um að bátarnir séu á leiðinni til landsins. Þau séu hins vegar með það staðfest að Zodiac hafi hætt viðskiptum við Sportbáta. Þar svaraði ekki þegar Vísir reyndi að ná tali af forvígismönnum fyrirtækisins. Að sögn Hafdísar eru lögmenn björgunarsveitanna komnir í málið fyrir hönd sveitarinnar en ljóst sé að tapið hjá Skagfirðingasveit sé gríðarstórt og mikið högg. „Fyrir sjálfboðaliða, jafnt fjárhagslega sem andlega en við ætlum ekki að gefast upp - við ætlum að fá bát til að efla sjóbjörgun á firðinum, sama hvernig við förum að því.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst þá var félagið Knarrvogur ehf., sem rekur Sportbáta, úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Sigurður Lúther Gestsson og Svanhildur Ingibjörnsdóttir eru skráð fyrir fyrirtækinu. Ekki náðist í þau við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Björgunarsveitir Skagafjörður Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira