Sprenging í matarinnkaupum á netinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 14:36 Á vefsíðum helstu matvöruverslana landsins getur fólk hlaðið í körfuna, greitt og fengið sent heim að dyrum. Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum. Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum.
Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira