Opið bréf til Kastljóss vegna umfjöllunar um hugbirtandi efni í fyrrakvöld Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Ríkisútvarpið Lyf Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar