Óskar Bjarni: Gamla góða tuggan Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2024 21:41 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann í kvöld stórsigur á Fram í Úlfarsárdal í fyrsta leik 15. umferðar Olís-deildar karla, 28-36 lokatölur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55