Af hverju vatnsvernd? Jón Trausti Kárason skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa málefni vatnsverndar verið í deiglunni og í ljósi þess finnst mér mikilvægt að velta upp þessum spurningum: „af hverju vatnsvernd?“, „hvernig er hún skilgreind?“ og „hvað er í húfi?“ Okkur hjá Veitum er falið það mikilvæga hlutverk að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti og tryggja með umgengni okkar við þær, áframhaldandi lífsgæði til komandi kynslóða. Eftir því sem okkur fjölgar og lífaldur hækkar þá er óhjákvæmilegt að búsetuúræðin þurfi að styðja við þróunina. Það er hins vegar óvarlegt að horft sé til þess að þróa byggð í áttina að okkar helgustu véum sem eru vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins til að bregðast við aðkallandi eftirspurn um íbúðabyggð. Af hverju? Það er staðreynd að mannfólki og athöfnum þess fylgir mengun og það er af þeirri ástæðu að ráðist var í djarfar framkvæmdir í upphafi síðustu aldar og vatn leitt til byggða um langan veg. Með þeirri forsjálni og djörfung sem sú aðgerð fól i sér tók íslenskt samfélag algerum stakkaskiptum og í raun má segja að hluti þeirrar velsældar sem við búum að í dag sé byggður á þessum stórtæku framfaraskrefum sem stigin voru með því að veita vatni milli Heiðmerkur og Reykjavíkur. Án aðgengis að hreinu og ómenguðu vatni ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig samfélag okkar væri, en víða um heim sjáum við samfélög sem búa við lítið og vont aðgengi að neysluhæfu drykkjarvatni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér hvað er undir hjá stórum hluta þjóðarinnar ef eitthvað gerist sem ógnar vatnsbólum höfuðborgarinnar. Hvernig? Þegar horft er til þess hvernig verndarsvæði vatns eru skilgreind er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörkin eru á engan hátt dregin eftir tilfinningu. Að baki svæðisafmörkun vatnsverndar liggur ítarleg rannsóknar- og greiningarvinna. Afmörkun vatnsverndar nær yfir stórt svæði, en um 250 ferkílómetrar lands falla undir þessa verndarskilgreiningu. Búið er að kortleggja vatnasvið svæðisins mjög ítarlega og byggja líkön sem sýna hvernig vatn berst að svæðinu. Það eru þessi rannsóknargögn sem afmörkun vatnsverndasvæða byggir á. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stigu stórt og mikilvægt heillaskref þegar vatnsverndarsamþykkt var komið á árið 2015. Með þeim samhljómi sem þar náðist var undirstrikað mikilvægi vatnsverndar fyrir byggð á suð-vesturhorni landsins. Það er og þarf að vera þverpólitísk samstaða um það hvernig búa þarf um hnútana til þess að öryggi fjöreggsins okkar sé ekki á nokkurn hátt ógnað. Hvað er í húfi? Það eru þekkt tilfelli í samtímanum þar sem slys af mannavöldum hafa skemmt vatnsból með hræðilegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Slík slys eru eitthvað sem við eigum og þurfum að horfa til með því tvíþætta markmiði, annarsvegar að læra af með það fyrir augum að fyrirbyggja auk þess að fá tilfinningu fyrir því hversu dýrmætt vatnið okkar er. Ég velti því fyrir mér hvort við gerum okkur nægjanlega vel grein fyrir því hvað er í húfi og hvaða áhættur við horfumst í augu við þegar kemur að hinu gríðarfallega en um leið viðkvæma svæði sem Heiðmörkin er og hversu lítið má út af bregða til þess að illa geti farið. Það var framsýni þeirra sem á undan komu sem lögðu grunn að því samfélagi sem við myndum saman í dag. Það er mikilvægt að við sýnum ákvörðunartöku frumkvöðlanna sem á undan okkur komu virðingu og setjum þau grundvallaratriði sem eru fólgin í hugtakinu um vatnsvernd í það öndvegi sem því ber að vera, okkur til heilla og það sem mikilvægara er, komandi kynslóða. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun