Gefum íslensku séns í hamförum samfélagsbreytinga Inga Daníelsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun