Gefum íslensku séns í hamförum samfélagsbreytinga Inga Daníelsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Móðurmálið mitt, íslenskan, er í lífshættu. Hún hefur lent í hamförum hnattrænna samfélagsbreytinga sem raunar ná til allra sviða mannlífsins. Hér sjáum við hrun, sprungumyndanir og gliðnun af ólíkum sortum. Við erum stödd í miðjum atburði og vitum fátt eitt um framtíðina en erum þó farin að átta okkur á að við munum ekki snúa aftur heim í fortíðina til að búa. Við erum misjafnlega langt komin í sorgarferlinu, afneitunar verður enn vart í undirmeðvitundinni en það er kominn tími til að skipuleggja framhaldið og m.a. átta okkur á hvað það er sem við viljum bjarga og varðveita. Fyrir mína parta eru þjóðtungurnar þar ofarlega á blaði og íslenskan dýrgripur sem mig langar að grípa með mér inn í framtíðarlandið. En nú er það þannig að tungumál er sameign en ekki eitthvað sem ég sting bara í vasann. Og tungumálið er þar að auki lifandi. Helst þurfa allir að hjálpast að við að halda íslenskunni á lífi og gróskumikilli. Þetta þarf að gerast af alúð. Því miður hafa stofnanir samfélagsins ekki komið nægilega vel að þessari ræktun og ég get endalaust verið skúffuð yfir því. En stofnanir bera ekki einar ábyrgð, hlutverkin eru mörg. Það var t.d. ekki ríkisvaldið sem stóð fyrir átakinu Römpum upp Ísland, það var einstaklingur, meira að segja maður í hjólastól og að einhverju leyti með skerta starfsgetu. Það er klárlega vísbending um að ekki sé alltaf best að bíða eftir öðrum. Og hvað varðar íslenskuna, þá held ég einmitt að átakið Gefum íslensku séns hafi hitt naglann á höfuðið með nálgun sinni og aðferðafræði, við getum öll verið almannakennarar. Þetta er líklega lykillinn, að við erum leynivopnið, við almenningur, við sem tölum íslenskuna, njótum þess að leika okkur með hana, kitla annað fólk með orðum, en líka tjá vináttu, samstöðu eða huggun eftir því sem við á. Það er raunar mjög valdeflandi að átta sig á því að á þessu sviði geti að líkindum einmitt viðhorf og gerðir almennings skipt sköpum um þróunina, að það séum við sem skrifum framtíðina. Sálfræðin í því sem við gerum skiptir máli, við þurfum helst að skynja forsendurnar nánast í æðakerfinu, gamla góða brjóstvitið lætur okkur vita að okkur þykir vænt um íslenskuna og okkur þykir vænt um fólk. Við óskum þess af einlægni að nýkomið fólk á Íslandi geti orðið notendur málsins. Við nýtum hvert tækifæri til að gefa íslensku séns. Í krafti velvildarinnar reynum við að finna jafnvægið í því að styðja og leiða áfram án þess að þvinga eða ofgera. Þetta er auðvitað kúnst og á sína vísu lærdómur fyrir okkur að nálgast þetta nýja hversdagsverkefni en allir notendur málsins hafa hlutverki að gegna. Setjum okkur það markmið að gefa íslenskunni ævinlega séns þegar tækifæri er til. Samtal þarf ekki að vera annað hvort alveg á íslensku eða alveg á ensku, hvert nýtt orð eða setningarhluti skiptir máli í framförum og sjálfstrausti þess sem er að fikra sig áfram á nýju tungumáli. Einlæg hvatning skiptir meira máli en að leiðrétta beygingu. Líkingin við að rampa upp Íslandi á eiginlega býsna vel við í þessu samhengi því að við þurfum að opna dyrnar, fjarlægja þröskulda og greiða leiðina fyrir aðkomufólk inn í íslenskt (mál)samfélag. Höfundur er virk í átakinu Gefum íslensku séns - íslenskuvænt samfélag. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélagrituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun