Kapp er best með forsjá Sigurður Kristinsson skrifar 7. febrúar 2024 13:00 Sem kunnugt er hafa staðið yfir viðræður milli stjórnenda við Háskólann á Akureyri (HA) og Háskólann á Bifröst (HB) um mögulega sameiningu. Fregnir af þessu hafa vakið forvitni starfsfólks og stúdenta við HA, umræður um kosti og galla slíkrar sameiningar og vangaveltur um hvernig hún yrði þá útfærð. Umræðurnar hafa snúist um trúverðugleika ferlisins, meintan ávinning og augljós vandkvæði. Mikilvægt er að vandað verði til framhaldsins og athugasemdum mætt með traustum upplýsingum og ásættanlegum rökum. Skrýtið ferli Í skýrslu stýrihóps frá 18. desember 2023 og fréttaflutningi fjölmiðla í kjölfarið er lýst ákveðinni framtíðarsýn sem deila má um, en lítil tilraun gerð til að meta kosti hennar og galla eða greina leiðirnar að þessari framtíðarsýn og hverju þyrfti þá að fórna í staðinn. Mikið virtist lagt í hönnun og útlit skýrslunnar, klifað var á kostum sameiningar en skautað yfir ókostina. Ekki er að sjá að skýrslan hafi verið rýnd af aðilum utan stýrihópsins. Margir höfðu beðið skýrslunnar með eftirvæntingu, en þessi áferð hennar skapaði tortryggni. Eina opinbera plaggið um þessi áform er þannig ekki traustvekjandi. Háskólaráð HA hefur engu að síður samþykkt að fara út í samningaviðræður á grundvelli þess ramma sem þar er lýst. Í ljósi þess að skýrslan snýst að mestu um að teikna upp mögulega sviðsmynd án þess að greina ávinning og áhættu frá sjónarhóli helstu hagsmunaaðila, þá væri eðlilegt að ætla að hún hafi verið hugsuð sem fyrsta skref í ferli sem tekið gæti nokkur misseri. Enda segir þar orðrétt: „Stýrihópurinn gerir ráð fyrir ítarlegum umræðum í báðum háskólum og í samfélaginu sem þeir starfa í, á grundvelli þessarar fýsileikakönnunar.Í framhaldi af þeirri umræðu taki háskólaráð Háskólans á Akureyri og stjórn Háskólans á Bifröst afstöðu til þess hvort skynsamlegt er að halda viðræðum áfram [leturbreyting mín].“ Þessi orð birtust 18. desember, á annatíma í akademísku starfi rétt fyrir jól. Strax á fyrstu dögum nýs árs fóru af stað umræður um skýrsluna á vegum starfsmanna sjálfra, þar sem fram komu stórar spurningar. Engu að síður beið háskólaráð ekki boðanna og ákvað strax 8. janúar að halda viðræðum áfram, án þess að neins samráðs hafi verið leitað. Það er í kjölfar þeirrar skrýtnu ákvörðunar sem Félagsvísindadeild og Lagadeild fylgdu fordæmi Viðskiptadeildar og sendu frá sér hver sína ályktun til háskólaráðs, auk þess sem háskólafundur, með fulltrúum háskólasamfélagsins alls, samþykkti harðorða ályktun með 2/3 hluta atkvæða þann 22. janúar. Hér var búið að klappa kettinum rækilega í öfuga átt, hafi ætlunin verið að sameina þessa tvo háskóla í góðri sátt við starfsfólk, stúdenta, nærsamfélagið og aðra hagsmunaaðila. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um útfærsluna, engin áhættugreining virðist liggja fyrir og mikilvægir hagsmunaaðilar hafa ekki verið með í ráðum. Ákvörðunin um að hoppa yfir samráðið sem fyrirheit eru gefin um í skýrslunni er reyndar studd af skýrslunni sjálfri, eins þversagnarkennt og það hljómar. Eftir að hafa lýst væntingum um ítarlegar umræður áður en til ákvörðunar kæmi skiptir hún alveg um gír: „Stýrihópurinn telur farsælast að tillaga um sameininguna komi fram fyrir lok febrúar 2024, þannig að það liggi fyrir hvert framtíðarskipulag [háskólanna tveggja] verður áður en nemendur sækja um skólavist á haustönn 2024.“ Hafi ætlunin verið að efna til „ítarlegra umræðna“ er þetta óskiljanleg tímaáætlun. Það er eins og ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim möguleika að spurt yrði gagnrýnna spurninga – þó er hér um að ræða starfsfólk sem upp til hópa vinnur einmitt við að spyrja slíkra spurninga og þjálfa nemendur í því sama. Ráðherra hefur opinberlega ýjað að því að ályktanir starfsfólks megi afgreiða sem hræðslu við breytingar. Þá var mörgum misboðið, enda hafa breytingar verið regla frekar en undantekning í sögu HA. Auk alls þessa skaðar það ásýnd ferlisins að í þeim sex manna stýrihópi sem vann fýsileikakönnunina eru tveir umsækjendur um stöðu rektors HA, sem skipað verður í frá 1. júlí 2024. Forystuhlutverk þeirra í ferlinu felur í sér áhrif á þau verkefni sem bíða nýs rektors og þar með á viðmið um mat á umsækjendum. Það er ekki eðlilegt að umsækjendur um stöðuna séu í áhrifastöðu um forsendur mats á sjálfum sér. Einnig er bagalegt að sameiningarviðræður séu leiddar af rektor sem vitað er að mun láta af störfum 30. júní 2024 og mun því ekki vinna með afleiðingar þeirra ákvarðana sem nú verða teknar. Óljós ávinningur Samkvæmt skýrslunni átti helsti ávinningurinn fyrir HA að vera frekari efling rannsókna og doktorsnáms. Það er dálítið erfitt að trúa því að besta leiðin fyrir háskólann til að ná slíku markmiði sé að sameinast háskóla sem hefur lagt minni áherslu á rannsóknir og er ekki með heimild til að bjóða upp á doktorsnám. Helsta gulrótin í tengslum við eflingu rannsókna átti að vera rannsóknasjóður á annan milljarð og myndi árleg ávöxtun skila tugum milljóna í styrki til rannsakenda. Forsendan var fyrirhuguð sala eigna á Bifröst. Þegar svo kom á daginn að óvissa var um seljanleika, söluandvirði og skuldsetningu þessara eigna lýsti ráðherra því yfir að ekki stæði lengur til að tengja saman rannsóknasjóð og sölu eigna á Bifröst. Í staðinn kæmi 250 milljóna stofnframlag úr samstarfssjóði háskóla, sem miðað við 3% ávöxtunarkröfu gæfi 7,5 milljónir á ári í rannsóknastyrki. Það eru smámunir samanborið við þá gulrót sem veifað var í upphafi og einnig í samhengi við ársveltu HA. Það er óþarfi að sameinast öðrum háskóla, með öllu því raski sem því fylgir, til þess eins að auka árlegt framlag í Rannsóknasjóð HA úr 30 í 37,5 milljónir króna. Rætt hefur verið um ávinning í formi akademískrar samlegðar.Þó undarlegt megi virðast er hún ekki greind í fýsileikaskýrslunni en mér finnst líklegt að hún sé misjöfn eftir deildum. Það er helst í Lagadeild sem samlegðin er sjáanleg vegna sérhæfingar á ólíkum sviðum lögfræðinnar, en henni mætti ná fram með auknu samstarfi ef ekki kæmi til sameiningar. Í Viðskiptadeild virðist mögulegt að steypa náminu að einhverju leyti saman en það þýðir að deildin yrði yfirmönnuð. Í Félagsvísindadeild sýnist mér samlegð milli núverandi námsleiða óveruleg þannig að útkoman yrði annað hvort að bjóða upp á nám deildanna tveggja óbreytt – sem krefst ekki sameiningar – eða stokka það upp í sameinaðri deild, sem væri risastórt verkefni sem þyrfti að hafa skýran ávinning til að vera áhættunnar virði. Augljós vandkvæði Sameining opinbers háskóla og einkarekins hlýtur að vera flókið lagalegt úrlausnarefni.Í skýrslunni er þeirri hugmynd velt upp að sameinaður háskóli verði opinber stofnun sem eigi aðild að sjálfseignarstofnun samkvæmt heimild í lögum um opinbera háskóla. Ef til vill er átt við að í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar sitji minnst einn aðili tilnefndur af opinbera háskólanum. Útfærslunni hefur þó ekki verið lýst, né heldur því hvernig kalla megi slíka tengingu á milli opinbers háskóla og sjálfseignarstofnunar sameiningu stofnana. Opinberir háskólar sporna gegn samfélagslegum ójöfnuði í samfélaginu með því veita aðgang að námi án skólagjalda. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að eitthvað af núverandi meistaranámi verði vistað í sjálfseignarstofnun með skólagjöldum og að möguleiki verði á að bæta fleiri námsleiðum við í framtíðinni. Stúdentar við HA hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir þeirri þróun að stjórn háskólans geti ákveðið að vild að færa nám yfir í sjálfseignarstofnunina og byrja að innheimta skólagjöld. Rekstrarforsendur háskólans þurfa að vera traustar. Í skýrslunni er talað um að það sé „mikilvægt að tryggja nýjum háskóla a.m.k. sömu framlög og skólarnir tveir fengu fyrir sameiningu, jafnvel þó nemendum kunni að fækka tímabundið.“ Það er rétt að búast má við að nemendum fækki við sameiningu vegna óvissu um það hvers konar nám verði í boði næstu árin. En sömu ríkisframlög og áður duga engan vegin til að reka sameinaðan háskóla. Tekjur HB árið 2022 voru rúmlega 1300 milljónir og þar af komu 689 frá ríkinu, sem þyrfti þá að tvöfalda framlag sitt til að starfsemin geti haldið sama umfangi. Slík aukning ríkisútgjalda rímar illa við pólitíska umræðu um ríkisfjármál þannig að við blasir að þessi tvöföldun á opinberum framlögum til starfseminnar verði torsótt. Það þýðir að væntanlega verða uppsagnir óhjákvæmilegar í framhaldi af sameiningu, hvað sem hver segir. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að starfsfólk HB færist yfir í opinberan háskóla við sameiningu. Hvernig gengur það upp, lagalega, siðferðilega og pólitískt, að flytja um 60 manns af almennum vinnumarkaði án auglýsingar inn í opinbera stofnun, sem lögum samkvæmt ber að auglýsa laus störf? Slík fjölgun opinberra starfsmanna á einu bretti er forvitnilegt keppikefli ráðherra úr flokki sem leggur áherslu á aðhald í ríkisrekstri. Íhuga þarf vandlega möguleg byggðaáhrif sameiningar.Eitt af grundvallarmarkmiðum við stofnun HA var að mennta nemendur í heimabyggð en ekki síður að hafa sérfræðistörf staðsett víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Við háskólann er staðbundið samfélag sérfræðinga með starfsstöð og búsetu á Akureyri. Þetta er fjöregg háskólans og framlag hans til byggðastefnu á Íslandi, samanber opinbera stefnumótun um hlutverk Akureyrar sem svæðisborgar. Akademískt samfélag á Akureyri er ekki einkamál HA heldur hluti af heildarmynd búsetuskilyrða á svæðinu. Því er lykilatriði til framtíðar að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu að þegar laus störf eru auglýst við HA þá sé starfsstöðin á Akureyri. Samfélag nemenda í staðarnámi er hin hliðin á þessu fjöreggi. Það hefur verið eitt mikilvægasta verkefni HA undanfarin ár að finna leiðir til að varðveita þetta samfélag samhliða sveigjanlegu námi. Staðarlotur ásamt vali um að stunda allt námið á staðnum hafa verið lykilatriði. Þessu mikilvæga markmiði má ekki stefna í hættu og er þar meðal annars í húfi alþjóðavídd skólastarfsins. Erlendir skiptinemar eru mikilvægur hluti háskólasamfélagsins við HA, en hafa eðlilega hætt að sækjast eftir námi við HB eftir að staðarnám lagðist af þar. Verði af sameiningu er fram undan mikið álag á starfsfólk við endurskipulagningu náms, álag sem bitnar á annarri starfsemi, þ.e. rannsóknum og kennslu. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að starfsfólk byrji að móta nýjar námsbrautir í mars 2024 og að þær taki við nemendum, „vottaðar samkvæmt ströngustu stöðlum“ haustið 2025. Jafnvel við kjöraðstæður, þar sem allir sem að málinu koma yrðu fullir af eldmóði og trú á verkefnið, myndi rannsóknarvirkni skaðast verulega, að ekki sé talað um hættuna á kulnun. Er þetta örugglega þess virði? Vandi mun skapast í tengslum við starfskjör og starfsheiti akademískra starfsmanna. Samkvæmt lögum um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti eiga þau réttindi og skyldur sem starfsmaður hafði að haldast óbreytt. Því vekur furðu að í skýrslunni er talað um að allt starfsfólk sameinaðs háskóla muni „sitja við sama borð“. Starfskjör við HB eru ekki þau sömu og við HA. Ef akademískur starfsmaður við HB hefur verið á hærri launum fyrir sama starf og akademískur starfsmaður við HA þá mun sá mismunur halda áfram eftir að viðkomandi eru orðnir kollegar í sömu deild. Við það bætist að skilyrði fyrir framgang í akademísku starfi eru strangari við HA vegna svonefndra aflstiga. Þetta þýðir að nýi kolleginn úr HB gæti verið á hærri launum þrátt fyrir sams konar starf og líka með hærra starfsheiti þrátt fyrir sams konar verðleika og kolleginn úr HA. Þetta er ávísun á gremju á vinnustað og mun setja starfsheitin við HA og hina opinberu háskólana í uppnám. Fjöldi fólks sem bíður við girðingarnar mun krefjast framgangs til jafns við nýju kollegana. Nafn Háskólans á Akureyriá sér sögu og vísar til hlutverks. Að mínu mati ætti það ófrávíkjanlega að haldast óbreytt, en í skýrslunni er talað um hugmyndasamkeppni um nýtt nafn. Ég efast um að til tals hafi komið að breyta nafni Háskóla Íslands þegar Kennaraháskólinn sameinaðist honum, eða að Háskólinn í Reykjavík yrði til viðræðu um að skipta um nafn ef Háskólinn á Bifröst sameinaðist honum. Leyfum samtalinu að þroskast Flestir sem ég hef rætt þetta mál við innan HA voru fyrir fram opnir fyrir hugmyndinni um frekara samstarf eða jafnvel sameiningu þessara tveggja háskóla. Sjálfur tel ég mig til þessa hóps. Ég tel því að margir hafi beðið fýsileikaskýrslunnar með eftirvæntingu og hlakkað til að taka þátt í umræðum og samráði um næstu skref. Þegar ljóst var að ekki stóð til að hafa raunverulegt samtal og samráð um þetta ferli allt saman spyrnti fólk að sjálfsögðu við fótum. Það vill enginn láta teyma sig á asnaeyrunum sama hvert leiðin liggur. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra nú við og leyfa raunverulegu samtali að þroskast á grundvelli vandaðra upplýsinga, greiningar og samráðs, þannig að þokkaleg sátt geti orðið um niðurstöðuna, hver sem hún verður. Höfundur er prófessor í heimspeki við Félagsvísindadeild HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sem kunnugt er hafa staðið yfir viðræður milli stjórnenda við Háskólann á Akureyri (HA) og Háskólann á Bifröst (HB) um mögulega sameiningu. Fregnir af þessu hafa vakið forvitni starfsfólks og stúdenta við HA, umræður um kosti og galla slíkrar sameiningar og vangaveltur um hvernig hún yrði þá útfærð. Umræðurnar hafa snúist um trúverðugleika ferlisins, meintan ávinning og augljós vandkvæði. Mikilvægt er að vandað verði til framhaldsins og athugasemdum mætt með traustum upplýsingum og ásættanlegum rökum. Skrýtið ferli Í skýrslu stýrihóps frá 18. desember 2023 og fréttaflutningi fjölmiðla í kjölfarið er lýst ákveðinni framtíðarsýn sem deila má um, en lítil tilraun gerð til að meta kosti hennar og galla eða greina leiðirnar að þessari framtíðarsýn og hverju þyrfti þá að fórna í staðinn. Mikið virtist lagt í hönnun og útlit skýrslunnar, klifað var á kostum sameiningar en skautað yfir ókostina. Ekki er að sjá að skýrslan hafi verið rýnd af aðilum utan stýrihópsins. Margir höfðu beðið skýrslunnar með eftirvæntingu, en þessi áferð hennar skapaði tortryggni. Eina opinbera plaggið um þessi áform er þannig ekki traustvekjandi. Háskólaráð HA hefur engu að síður samþykkt að fara út í samningaviðræður á grundvelli þess ramma sem þar er lýst. Í ljósi þess að skýrslan snýst að mestu um að teikna upp mögulega sviðsmynd án þess að greina ávinning og áhættu frá sjónarhóli helstu hagsmunaaðila, þá væri eðlilegt að ætla að hún hafi verið hugsuð sem fyrsta skref í ferli sem tekið gæti nokkur misseri. Enda segir þar orðrétt: „Stýrihópurinn gerir ráð fyrir ítarlegum umræðum í báðum háskólum og í samfélaginu sem þeir starfa í, á grundvelli þessarar fýsileikakönnunar.Í framhaldi af þeirri umræðu taki háskólaráð Háskólans á Akureyri og stjórn Háskólans á Bifröst afstöðu til þess hvort skynsamlegt er að halda viðræðum áfram [leturbreyting mín].“ Þessi orð birtust 18. desember, á annatíma í akademísku starfi rétt fyrir jól. Strax á fyrstu dögum nýs árs fóru af stað umræður um skýrsluna á vegum starfsmanna sjálfra, þar sem fram komu stórar spurningar. Engu að síður beið háskólaráð ekki boðanna og ákvað strax 8. janúar að halda viðræðum áfram, án þess að neins samráðs hafi verið leitað. Það er í kjölfar þeirrar skrýtnu ákvörðunar sem Félagsvísindadeild og Lagadeild fylgdu fordæmi Viðskiptadeildar og sendu frá sér hver sína ályktun til háskólaráðs, auk þess sem háskólafundur, með fulltrúum háskólasamfélagsins alls, samþykkti harðorða ályktun með 2/3 hluta atkvæða þann 22. janúar. Hér var búið að klappa kettinum rækilega í öfuga átt, hafi ætlunin verið að sameina þessa tvo háskóla í góðri sátt við starfsfólk, stúdenta, nærsamfélagið og aðra hagsmunaaðila. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um útfærsluna, engin áhættugreining virðist liggja fyrir og mikilvægir hagsmunaaðilar hafa ekki verið með í ráðum. Ákvörðunin um að hoppa yfir samráðið sem fyrirheit eru gefin um í skýrslunni er reyndar studd af skýrslunni sjálfri, eins þversagnarkennt og það hljómar. Eftir að hafa lýst væntingum um ítarlegar umræður áður en til ákvörðunar kæmi skiptir hún alveg um gír: „Stýrihópurinn telur farsælast að tillaga um sameininguna komi fram fyrir lok febrúar 2024, þannig að það liggi fyrir hvert framtíðarskipulag [háskólanna tveggja] verður áður en nemendur sækja um skólavist á haustönn 2024.“ Hafi ætlunin verið að efna til „ítarlegra umræðna“ er þetta óskiljanleg tímaáætlun. Það er eins og ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim möguleika að spurt yrði gagnrýnna spurninga – þó er hér um að ræða starfsfólk sem upp til hópa vinnur einmitt við að spyrja slíkra spurninga og þjálfa nemendur í því sama. Ráðherra hefur opinberlega ýjað að því að ályktanir starfsfólks megi afgreiða sem hræðslu við breytingar. Þá var mörgum misboðið, enda hafa breytingar verið regla frekar en undantekning í sögu HA. Auk alls þessa skaðar það ásýnd ferlisins að í þeim sex manna stýrihópi sem vann fýsileikakönnunina eru tveir umsækjendur um stöðu rektors HA, sem skipað verður í frá 1. júlí 2024. Forystuhlutverk þeirra í ferlinu felur í sér áhrif á þau verkefni sem bíða nýs rektors og þar með á viðmið um mat á umsækjendum. Það er ekki eðlilegt að umsækjendur um stöðuna séu í áhrifastöðu um forsendur mats á sjálfum sér. Einnig er bagalegt að sameiningarviðræður séu leiddar af rektor sem vitað er að mun láta af störfum 30. júní 2024 og mun því ekki vinna með afleiðingar þeirra ákvarðana sem nú verða teknar. Óljós ávinningur Samkvæmt skýrslunni átti helsti ávinningurinn fyrir HA að vera frekari efling rannsókna og doktorsnáms. Það er dálítið erfitt að trúa því að besta leiðin fyrir háskólann til að ná slíku markmiði sé að sameinast háskóla sem hefur lagt minni áherslu á rannsóknir og er ekki með heimild til að bjóða upp á doktorsnám. Helsta gulrótin í tengslum við eflingu rannsókna átti að vera rannsóknasjóður á annan milljarð og myndi árleg ávöxtun skila tugum milljóna í styrki til rannsakenda. Forsendan var fyrirhuguð sala eigna á Bifröst. Þegar svo kom á daginn að óvissa var um seljanleika, söluandvirði og skuldsetningu þessara eigna lýsti ráðherra því yfir að ekki stæði lengur til að tengja saman rannsóknasjóð og sölu eigna á Bifröst. Í staðinn kæmi 250 milljóna stofnframlag úr samstarfssjóði háskóla, sem miðað við 3% ávöxtunarkröfu gæfi 7,5 milljónir á ári í rannsóknastyrki. Það eru smámunir samanborið við þá gulrót sem veifað var í upphafi og einnig í samhengi við ársveltu HA. Það er óþarfi að sameinast öðrum háskóla, með öllu því raski sem því fylgir, til þess eins að auka árlegt framlag í Rannsóknasjóð HA úr 30 í 37,5 milljónir króna. Rætt hefur verið um ávinning í formi akademískrar samlegðar.Þó undarlegt megi virðast er hún ekki greind í fýsileikaskýrslunni en mér finnst líklegt að hún sé misjöfn eftir deildum. Það er helst í Lagadeild sem samlegðin er sjáanleg vegna sérhæfingar á ólíkum sviðum lögfræðinnar, en henni mætti ná fram með auknu samstarfi ef ekki kæmi til sameiningar. Í Viðskiptadeild virðist mögulegt að steypa náminu að einhverju leyti saman en það þýðir að deildin yrði yfirmönnuð. Í Félagsvísindadeild sýnist mér samlegð milli núverandi námsleiða óveruleg þannig að útkoman yrði annað hvort að bjóða upp á nám deildanna tveggja óbreytt – sem krefst ekki sameiningar – eða stokka það upp í sameinaðri deild, sem væri risastórt verkefni sem þyrfti að hafa skýran ávinning til að vera áhættunnar virði. Augljós vandkvæði Sameining opinbers háskóla og einkarekins hlýtur að vera flókið lagalegt úrlausnarefni.Í skýrslunni er þeirri hugmynd velt upp að sameinaður háskóli verði opinber stofnun sem eigi aðild að sjálfseignarstofnun samkvæmt heimild í lögum um opinbera háskóla. Ef til vill er átt við að í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar sitji minnst einn aðili tilnefndur af opinbera háskólanum. Útfærslunni hefur þó ekki verið lýst, né heldur því hvernig kalla megi slíka tengingu á milli opinbers háskóla og sjálfseignarstofnunar sameiningu stofnana. Opinberir háskólar sporna gegn samfélagslegum ójöfnuði í samfélaginu með því veita aðgang að námi án skólagjalda. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að eitthvað af núverandi meistaranámi verði vistað í sjálfseignarstofnun með skólagjöldum og að möguleiki verði á að bæta fleiri námsleiðum við í framtíðinni. Stúdentar við HA hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir þeirri þróun að stjórn háskólans geti ákveðið að vild að færa nám yfir í sjálfseignarstofnunina og byrja að innheimta skólagjöld. Rekstrarforsendur háskólans þurfa að vera traustar. Í skýrslunni er talað um að það sé „mikilvægt að tryggja nýjum háskóla a.m.k. sömu framlög og skólarnir tveir fengu fyrir sameiningu, jafnvel þó nemendum kunni að fækka tímabundið.“ Það er rétt að búast má við að nemendum fækki við sameiningu vegna óvissu um það hvers konar nám verði í boði næstu árin. En sömu ríkisframlög og áður duga engan vegin til að reka sameinaðan háskóla. Tekjur HB árið 2022 voru rúmlega 1300 milljónir og þar af komu 689 frá ríkinu, sem þyrfti þá að tvöfalda framlag sitt til að starfsemin geti haldið sama umfangi. Slík aukning ríkisútgjalda rímar illa við pólitíska umræðu um ríkisfjármál þannig að við blasir að þessi tvöföldun á opinberum framlögum til starfseminnar verði torsótt. Það þýðir að væntanlega verða uppsagnir óhjákvæmilegar í framhaldi af sameiningu, hvað sem hver segir. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að starfsfólk HB færist yfir í opinberan háskóla við sameiningu. Hvernig gengur það upp, lagalega, siðferðilega og pólitískt, að flytja um 60 manns af almennum vinnumarkaði án auglýsingar inn í opinbera stofnun, sem lögum samkvæmt ber að auglýsa laus störf? Slík fjölgun opinberra starfsmanna á einu bretti er forvitnilegt keppikefli ráðherra úr flokki sem leggur áherslu á aðhald í ríkisrekstri. Íhuga þarf vandlega möguleg byggðaáhrif sameiningar.Eitt af grundvallarmarkmiðum við stofnun HA var að mennta nemendur í heimabyggð en ekki síður að hafa sérfræðistörf staðsett víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Við háskólann er staðbundið samfélag sérfræðinga með starfsstöð og búsetu á Akureyri. Þetta er fjöregg háskólans og framlag hans til byggðastefnu á Íslandi, samanber opinbera stefnumótun um hlutverk Akureyrar sem svæðisborgar. Akademískt samfélag á Akureyri er ekki einkamál HA heldur hluti af heildarmynd búsetuskilyrða á svæðinu. Því er lykilatriði til framtíðar að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu að þegar laus störf eru auglýst við HA þá sé starfsstöðin á Akureyri. Samfélag nemenda í staðarnámi er hin hliðin á þessu fjöreggi. Það hefur verið eitt mikilvægasta verkefni HA undanfarin ár að finna leiðir til að varðveita þetta samfélag samhliða sveigjanlegu námi. Staðarlotur ásamt vali um að stunda allt námið á staðnum hafa verið lykilatriði. Þessu mikilvæga markmiði má ekki stefna í hættu og er þar meðal annars í húfi alþjóðavídd skólastarfsins. Erlendir skiptinemar eru mikilvægur hluti háskólasamfélagsins við HA, en hafa eðlilega hætt að sækjast eftir námi við HB eftir að staðarnám lagðist af þar. Verði af sameiningu er fram undan mikið álag á starfsfólk við endurskipulagningu náms, álag sem bitnar á annarri starfsemi, þ.e. rannsóknum og kennslu. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að starfsfólk byrji að móta nýjar námsbrautir í mars 2024 og að þær taki við nemendum, „vottaðar samkvæmt ströngustu stöðlum“ haustið 2025. Jafnvel við kjöraðstæður, þar sem allir sem að málinu koma yrðu fullir af eldmóði og trú á verkefnið, myndi rannsóknarvirkni skaðast verulega, að ekki sé talað um hættuna á kulnun. Er þetta örugglega þess virði? Vandi mun skapast í tengslum við starfskjör og starfsheiti akademískra starfsmanna. Samkvæmt lögum um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti eiga þau réttindi og skyldur sem starfsmaður hafði að haldast óbreytt. Því vekur furðu að í skýrslunni er talað um að allt starfsfólk sameinaðs háskóla muni „sitja við sama borð“. Starfskjör við HB eru ekki þau sömu og við HA. Ef akademískur starfsmaður við HB hefur verið á hærri launum fyrir sama starf og akademískur starfsmaður við HA þá mun sá mismunur halda áfram eftir að viðkomandi eru orðnir kollegar í sömu deild. Við það bætist að skilyrði fyrir framgang í akademísku starfi eru strangari við HA vegna svonefndra aflstiga. Þetta þýðir að nýi kolleginn úr HB gæti verið á hærri launum þrátt fyrir sams konar starf og líka með hærra starfsheiti þrátt fyrir sams konar verðleika og kolleginn úr HA. Þetta er ávísun á gremju á vinnustað og mun setja starfsheitin við HA og hina opinberu háskólana í uppnám. Fjöldi fólks sem bíður við girðingarnar mun krefjast framgangs til jafns við nýju kollegana. Nafn Háskólans á Akureyriá sér sögu og vísar til hlutverks. Að mínu mati ætti það ófrávíkjanlega að haldast óbreytt, en í skýrslunni er talað um hugmyndasamkeppni um nýtt nafn. Ég efast um að til tals hafi komið að breyta nafni Háskóla Íslands þegar Kennaraháskólinn sameinaðist honum, eða að Háskólinn í Reykjavík yrði til viðræðu um að skipta um nafn ef Háskólinn á Bifröst sameinaðist honum. Leyfum samtalinu að þroskast Flestir sem ég hef rætt þetta mál við innan HA voru fyrir fram opnir fyrir hugmyndinni um frekara samstarf eða jafnvel sameiningu þessara tveggja háskóla. Sjálfur tel ég mig til þessa hóps. Ég tel því að margir hafi beðið fýsileikaskýrslunnar með eftirvæntingu og hlakkað til að taka þátt í umræðum og samráði um næstu skref. Þegar ljóst var að ekki stóð til að hafa raunverulegt samtal og samráð um þetta ferli allt saman spyrnti fólk að sjálfsögðu við fótum. Það vill enginn láta teyma sig á asnaeyrunum sama hvert leiðin liggur. Þess vegna er nauðsynlegt að staldra nú við og leyfa raunverulegu samtali að þroskast á grundvelli vandaðra upplýsinga, greiningar og samráðs, þannig að þokkaleg sátt geti orðið um niðurstöðuna, hver sem hún verður. Höfundur er prófessor í heimspeki við Félagsvísindadeild HA.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar