Lífið

Salka Sól prjónar peysu fyrir Bashar Murad

Jakob Bjarnar skrifar
Höfundar lagsins, þeir Einar Stef og Bashar ásamt Sölku Sól sem tók fram prjónana og gerði peysu fyrir Bashar, í palenstínsku fánalitunum. Salka Sól færði tónlistarmanninum peysuna að gjöf og ber vel í veiði því hann á afmæli í dag.
Höfundar lagsins, þeir Einar Stef og Bashar ásamt Sölku Sól sem tók fram prjónana og gerði peysu fyrir Bashar, í palenstínsku fánalitunum. Salka Sól færði tónlistarmanninum peysuna að gjöf og ber vel í veiði því hann á afmæli í dag. Ragga Gísla

Tónlistarkonan Salka Sól, sem jafnframt er þekkt hannyrðakona, hefur tekið sig til og prjónað peysu fyrir tónlistarmanninn Bashar Murad. Peysan er í palenstínsku fánalitunum.

„Íslensk hefð til heiðurs Palestínu. Ég prjónaði þessa lopapeysu í palestínsku fánalitunum fyrir Bashar Murad sem tekur þátt í Söngvakeppninni í ár. Ferðalagið hans hingað og frásögn hans af því hvernig mamma hans og pabbi börðust fyrir því að fá Palestínu viðurkennda hjá EBU sýnir okkur hvernig Palestínumenn eru útilokaðir í svo mörgu tilliti,“ segir Salka Sól.

Salka Sól lýsir yfir eindregnum stuðningi við Bashar í keppninni. Lögin hafa verið kynnt og verður fyrra kvöld undankeppninnar 17.  febrúar og seinna viku síðar en þá verður lag Bashars flutt. Salka Sól segist vita að hann sé verðugur fulltrúi okkar, með hjartað á réttum stað og ötull baráttumaður fyrir friði og mannréttindum.

„Ég prjónaði þessa sömu peysu sem þáverandi utanríkisráðherra færði Zelensky í gjöf til að sýna samstöðu með Úkraínu. Núna fordæmi ég þjóðarmorð og krefst þess að þeir Palestínumenn á Gaza sem fengið hafa loforð um fjölskyldusameiningu á Íslandi komist hingað heim strax. Þrjár íslenskar konur hafa sýnt stjórnvöldum að það er alls enginn ómöguleiki.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.