Hlemmur gjörbreytist í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 16:26 Einhvern veginn svona munu gatnamót Rauðarárstígs og Laugavegar líta út. Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann. Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni. Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.
Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent