Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 19:29 Martin Griffiths er yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna. AP Yfirmaður hjálparsamtaka sameinuðu þjóðanna biðlaði í dag til a að gleyma ekki því neyðarástandi sem nú stendur yfir í Súdan, en þar hefur stríð geisað í landinu í tíu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“ Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert beiðni um fjármagn upp á 4,1 milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til íbúa Súdan, eða um 570 milljörðum króna. Talið er að um 25 milljónir Súdana þurfi á mannúðaraðstoð að halda, en heildarmannfjöldi Súdan eru í kringum fimmtíu milljónir. Stríðið, sem stendur milli súdanska hersins og vígasveita RSF, Rapid Support Forces, hefur samkvæmt Reuters gjöreyðilagt innviði landsins og hungursneyð er yfirvofandi. Nærri tvær milljónir Súdana hafa flúið til nærliggjandi landa vegna stríðsins, Miðafríkulýðveldisins, Chad, Egyptalands, Eþíópíu og Suður-Súdan, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Flóttamannastofnun SÞ og Samhæfingarmiðstöð mannúðarmála SÞ (OCHA) hafa nú gert ákall eftir samtals 4,1 milljarði dala fjármögnun fyrir neyðaðstoð sem duga á fyrir tæplega átján milljónir manna, bæði íbúa Súdan og flóttafólk í nærliggjandi ríkjum. „Megum ekki gleyma Súdan“ „Alþjóðasamfélagið gleymir Súdan,“ sagði Martin Griffiths, yfirmaður hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna, á fundi SÞ í Genf í dag. „Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“ sagði Griffths jafnframt. OCHA sendi í fyrra beiðni um fjármögnun á mannúðaraðstoð í Súdan en fengu einungis helming þess styrks sem óskað var eftir. Griffiths ítrekaði í dag þörf á að alþjóðasamfélagið bregðist við því sem nú gengur á í landinu. „Við megum ekki gleyma Súdan,“ sagði Griffiths að lokum. „Það eru þau einföldu skilaboð sem ég hef að segja í dag.“
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira