Fótbolti

Fíla­beins­ströndin mætir Nígeríu í úr­slitum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sebastien Haller var hetja Fílabeinsstrandarinnar í kvöld.
Sebastien Haller var hetja Fílabeinsstrandarinnar í kvöld. Vísir/Getty

Það verður Fílabeinsströndin sem mætir Nígeríu í úrslitaleik Afríkumótsins í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir seinni undanúrslitaleik mótsins í kvöld.

Nígería tryggði sér sæti í úrslitaleiknum eftir sigur á Suður-Afríku fyrr í dag en vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Leikurinn í kvöld á milli Fílabeinsstrandarinnar og Kongó var fremur tíðindalítill. Staðan í hálfleik var markalaust en á 65. mínútu skoraði Sebastien Haller eina mark leiksins fyrir Fílabeinsströndina.

Lokatölur 1-0 og heimaliðið því komið í úrslitaleik Afríkumótsins en liðið fór síðast í úrslit árið 2015 þegar liðið vann Ghana í úrslitaleik eftir vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×