Víti til varnaðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun