Víti til varnaðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar