Við eldri þvælumst ekki fyrir Jón Ragnar Björnsson skrifar 9. febrúar 2024 06:31 Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Hvað er málið með eldra fólk? Það vill að ríkið, sem erum við, greiði því hærri eftirlaun. Það heimtar alls konar sérréttindi, það er að krefjast betri heilbrigðisþjónustu -og ókeypis í sund og strætó! Eldra fólk nennir ekki að vinna og er bara baggi á okkur sem höldum þjóðfélaginu uppi. Vandinn á bara eftir að aukast, eldra fólki fjölgar mjög á næstu árum. Gamla fólkið á Grænlandi lagðist út á ísinn og lét ísbirnina éta sig svo það væri ekki að þvælast fyrir. Dálítið ýktar staðhæfingar, en eitthvað þessu líkt heyrist í okkar ágæta þjóðfélagi. Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag! Vitað er að þjóðin er að eldast. Margir líta á það sem vandamál, byrði. En er það svo? KPMG gerði skýrslu á síðasta ári fyrir verkefnið „Gott að eldast“. Skýrslan heitir Kostnaðarábatagreining. Skoðum nokkrar niðurstöður úr þessari skýrslu: 1.Meðaltekjur eldra fólks (67+) árið 1998 voru 71,3% af meðaltekjum einstaklinga á vinnumarkaði, en voru komnar í 97,1% árið 2021. -Við erum ekki byrði! 2.Útsvarsgreiðslur einstaklinga á vinnumarkaði hafa þrefaldast frá árinu 2006, en fimmfaldast hjá 67+. -Við erum ekki byrði! 3. Árið 2021 voru útsvarstekjur frá eldra fólki alls 12 milljörðum kr. hærri en heildarkostnaður sveitarfélaga við þennan hóp. -Við erum ekki byrði! 4.Skatttekjur ríkisins frá 67+ hafa nær sexfaldast á 15 árum. Útgjöld ríkisins vegna þjónustu við eldra fólk hafa nær fjórfaldast í málaflokkum sem falla undir félags- og heilbrigðismál. -Við erum ekki byrði! Með öðrum orðum: Við eldri höldum áfram að vera nýtir borgarar í landinu, við erum virði en ekki byrði. Ýmislegt þarf að færa til betri vegar fyrir eldra fólk. Landsamband eldri borgara (LEB) hefur markað skýra og einfalda stefnu í kjaramálum eldra fólks: Almennar aðgerðir sem koma meðal- og lágtekjufólki best, sértækar fyrir þá verst settu og breytingar á skatta- og almannatryggingalögum. Þrátt fyrir að við eldri sköffum vel eins og KPMG fullyrðir, er lítið sem ekkert hlustað á okkar kröfur. Er það vegna aldursfordóma eða kannski vegna þess að við höfum bitlítil vopn til kjarabaráttu? Kannski hvoru tveggja. Flest vorum félagar í verkalýðsfélögum meðan við vorum á vinnumarkaði. Þau önnuðust kjarabaráttuna fyrir okkur. Svo þega við breytumst í eldra fólk missum við flest þau réttindi sem við höfðum og þau hættu að berjast fyrir okkur. Þessu verður að breyta og það snarlega. Við ætlum ekki að leggjast út á ísinn! Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu og í kjaranefnd LEB, Landssambands eldri borgara.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun