„Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 06:00 Kristján býður Jesus velkomin til starfa og óskar honum mikillar velgengni í starfi og búsetu á Íslandi. Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir mikinn greinarmun á flóttafólki sem kemur til landsins til að vinna og þeim sem hanga á spena íslenska ríkisins. Meirihluti starfsfólks hans sé af erlendu bergi brotið. Hann gefur svokölluðu „góða fólki“ langt nef. Kristján fékk að heyra það á samfélagsmiðlum þegar hann opinberaði skoðun sína að hann vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli til að mótmæla sprengjuárásum Ísraela á Gaza. „Það hefur margt ljótt verið sagt um mig og mín fyrirtæki undanfarnar vikur. Bara af því að ég vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli!! Ég taldi það bara ekki passa við mína menningu og uppruna að leyfa slíkt þar. Taldi bara betra að hafa mótmælin öðruvísi og á öðrum stað,“ segir Kristján í Facebook-færslu. Kristrún ræddi fisk við formann Samfylkingarinnar á dögunum. Komst hann að því að Kristrún var aðeins einu ári eldri en fiskbúðin hans. Kristján rekur eina vinsælustu fiskbúð landsins við Sogaveg og hefur gert um árabil. Þá selur hann heita potta og hefur vakið athygli fyrir frumlegar auglýsingar í ljósvakanum þar sem hann hefur sjálfur verið í aðalhlutverki. Hann segir fáa vita hvernig hug hann beri til innflytjenda og flóttamanna. „Ég er algerlega á móti öllu flóttafólki, innflytjendum sem kemur hingað og hangir á spena íslenska ríkisins. Nennir ekki að vinna, fær íbúðir, tannlæknaþjónustu og annað frítt frá okkur skattgreiðendum svo mánuðum og eða árum skiptir. Þá segi ég NEI takk og vill það fólk í burtu af mínu landi,“ segir Kristján Berg. Ef taka á á móti fólki á annað borð þurfi að gera það vel, eða sleppa því. Hann birtir mynd af starfsmanni sínum að nafni Jesus sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir ári. „Ég var tilbúinn að ráða hann til vinnu fyrir mörgum mánuðum síðan, en vegna fokkings seinagangs hjá öllu sem ríkið tekur sér fyrir hendur og svarar seint og illa, þá hefur hann þurft að vera á spena hjá ríkinu í alltof langan tíma. Hefði verið hægt að spara nokkrar milljónir þar,“ segir Kristján. Útlendingamál voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í gær. Þar tókust Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati á. Voru þau á öndverðum meiði um flest nema þá skoðun að kerfið við vinnslu umsókna um hæli hér á landi þurfi að vera skilvirkara og ganga hraðar. „Hvers vegna tekur þetta svona langan tíma?“ spyr Kristján. Ríkisstjórnin þurfi að axla ábyrgð og setja reglur strax. Girða sig í brók og vinna flóttamannamálin mun hraðar. Umsækjendur fái já eða nei á sem skemmstum tíma. „Ef svarið er já , þá þarf fólkið að getað fengið vinnu í einum grænum hvelli. Ekki að þurfa labba um göturnar í marga mánuði og á spena á kostnað skattgreiðanda.“ Sjálfur upplýsir Kristján að hann sé með 22 á launaskrá hjá sínu fyrirtæki. Níu eru Íslendingar en meirihlutinn er útlendingar. Flestir komu hingað til lands sem flóttamenn eða vegna fjölskyldutenginga. Þar er að finna fólk frá Víetnam, Kólumbíu, Ungverjalandi og Venesúela. Nýjasti starfsmaðurinn Jesus standi sig afbragðsvel í vinnu. Kristján lýsir honum sem jákvæðum, snyrtilegum, duglegum auk þess sem hann læri íslensku af miklum krafti. Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í nokkrar vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs.Vísi/Vilhelm „Það eru menn eins og ég, sem tökum þetta fólk að okkur, sköffum þeim vinnu og gefum þeim tækifæri á að fá launaða vinnu, kennum þeim á íslensku handbrögðin og íslenska menningu, enda er fólkið meira í vinnunni en við nokkuð annað sem það gerir hér á landi,“ segir Kristján og skýtur til baka á „góða fólkið“ umtalaða sem hefur gagnrýnt hann fyrir skoðun hans á mótmælunum á Austurvelli. „Þessir starfsmenn mínir, þeir greiða svo skatta og sjá um sig sjálfir ef þau vilja vera hér á okkar landi. Eru sjálfbær og ekki á spena. Er það ekki eins og við viljum hafa þetta??“ spyr Kristján sem rekur eitt af mörgum fyrirtækjum sem ganga fyrir tilstilli erlends vinnuafls. Kristján elskar fisk en neyddist til að loka verslun sinni á Höfðabakka í fyrra vegna rekstrarerfiðleika. Hann er þó sannfærður um að það hafi verið góð ákvörðun. Hann vill að ríkisstjórnin setji stífar reglur sem hægt sé að vinna eftir og allir skilji. Tala minna og framkvæma meira. Þá er hann með skilaboð til fyrrnefnda „góða fólksins“: „Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær.“ Fram hefur komið að fjölgun Íslendinga dugi ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Nú er hlutfallið komið vel yfir tuttugu prósent. Samtök atvinnulífsins gáfu árið 2022 út að flytja þyrfti inn 12 þúsund starfsmenn næstu fjögur árin. Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Reykjavík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Kristján fékk að heyra það á samfélagsmiðlum þegar hann opinberaði skoðun sína að hann vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli til að mótmæla sprengjuárásum Ísraela á Gaza. „Það hefur margt ljótt verið sagt um mig og mín fyrirtæki undanfarnar vikur. Bara af því að ég vildi ekki tjaldbúðir á Austurvelli!! Ég taldi það bara ekki passa við mína menningu og uppruna að leyfa slíkt þar. Taldi bara betra að hafa mótmælin öðruvísi og á öðrum stað,“ segir Kristján í Facebook-færslu. Kristrún ræddi fisk við formann Samfylkingarinnar á dögunum. Komst hann að því að Kristrún var aðeins einu ári eldri en fiskbúðin hans. Kristján rekur eina vinsælustu fiskbúð landsins við Sogaveg og hefur gert um árabil. Þá selur hann heita potta og hefur vakið athygli fyrir frumlegar auglýsingar í ljósvakanum þar sem hann hefur sjálfur verið í aðalhlutverki. Hann segir fáa vita hvernig hug hann beri til innflytjenda og flóttamanna. „Ég er algerlega á móti öllu flóttafólki, innflytjendum sem kemur hingað og hangir á spena íslenska ríkisins. Nennir ekki að vinna, fær íbúðir, tannlæknaþjónustu og annað frítt frá okkur skattgreiðendum svo mánuðum og eða árum skiptir. Þá segi ég NEI takk og vill það fólk í burtu af mínu landi,“ segir Kristján Berg. Ef taka á á móti fólki á annað borð þurfi að gera það vel, eða sleppa því. Hann birtir mynd af starfsmanni sínum að nafni Jesus sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir ári. „Ég var tilbúinn að ráða hann til vinnu fyrir mörgum mánuðum síðan, en vegna fokkings seinagangs hjá öllu sem ríkið tekur sér fyrir hendur og svarar seint og illa, þá hefur hann þurft að vera á spena hjá ríkinu í alltof langan tíma. Hefði verið hægt að spara nokkrar milljónir þar,“ segir Kristján. Útlendingamál voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í gær. Þar tókust Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati á. Voru þau á öndverðum meiði um flest nema þá skoðun að kerfið við vinnslu umsókna um hæli hér á landi þurfi að vera skilvirkara og ganga hraðar. „Hvers vegna tekur þetta svona langan tíma?“ spyr Kristján. Ríkisstjórnin þurfi að axla ábyrgð og setja reglur strax. Girða sig í brók og vinna flóttamannamálin mun hraðar. Umsækjendur fái já eða nei á sem skemmstum tíma. „Ef svarið er já , þá þarf fólkið að getað fengið vinnu í einum grænum hvelli. Ekki að þurfa labba um göturnar í marga mánuði og á spena á kostnað skattgreiðanda.“ Sjálfur upplýsir Kristján að hann sé með 22 á launaskrá hjá sínu fyrirtæki. Níu eru Íslendingar en meirihlutinn er útlendingar. Flestir komu hingað til lands sem flóttamenn eða vegna fjölskyldutenginga. Þar er að finna fólk frá Víetnam, Kólumbíu, Ungverjalandi og Venesúela. Nýjasti starfsmaðurinn Jesus standi sig afbragðsvel í vinnu. Kristján lýsir honum sem jákvæðum, snyrtilegum, duglegum auk þess sem hann læri íslensku af miklum krafti. Palestínumenn hafa mótmælt á Austurvelli í nokkrar vikur vegna seinagangs íslenskra stjórnvalda við að sameina þá við fjölskyldur þeirra sem komast ekki brott frá Gaza vegna stríðs.Vísi/Vilhelm „Það eru menn eins og ég, sem tökum þetta fólk að okkur, sköffum þeim vinnu og gefum þeim tækifæri á að fá launaða vinnu, kennum þeim á íslensku handbrögðin og íslenska menningu, enda er fólkið meira í vinnunni en við nokkuð annað sem það gerir hér á landi,“ segir Kristján og skýtur til baka á „góða fólkið“ umtalaða sem hefur gagnrýnt hann fyrir skoðun hans á mótmælunum á Austurvelli. „Þessir starfsmenn mínir, þeir greiða svo skatta og sjá um sig sjálfir ef þau vilja vera hér á okkar landi. Eru sjálfbær og ekki á spena. Er það ekki eins og við viljum hafa þetta??“ spyr Kristján sem rekur eitt af mörgum fyrirtækjum sem ganga fyrir tilstilli erlends vinnuafls. Kristján elskar fisk en neyddist til að loka verslun sinni á Höfðabakka í fyrra vegna rekstrarerfiðleika. Hann er þó sannfærður um að það hafi verið góð ákvörðun. Hann vill að ríkisstjórnin setji stífar reglur sem hægt sé að vinna eftir og allir skilji. Tala minna og framkvæma meira. Þá er hann með skilaboð til fyrrnefnda „góða fólksins“: „Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær.“ Fram hefur komið að fjölgun Íslendinga dugi ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Nú er hlutfallið komið vel yfir tuttugu prósent. Samtök atvinnulífsins gáfu árið 2022 út að flytja þyrfti inn 12 þúsund starfsmenn næstu fjögur árin.
Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Reykjavík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira