Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2024 10:11 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í afkomutilkynningu sem félagið birti eftir lokun markaða í gær. Þar segir að félagið hafi vaxið hratt síðan það hóf flug í fyrsta sinn í júní 2021. „Á vaxtaskeiði sínu hefur félagið glímt við ítrekuð ytri áföll, nú síðast eldgos á Reykjanesi í morgun. Það er mat félagsins að skynsamlegt sé að styrkja lausafjárstöðuna enn frekar, með hlutafjáraukningu, þannig að félagið sé í stakk búið til að grípa vaxtatækifæri og mæta ófyrirséðum atburðum.“ Fram kemur að félagið hafi ráðið þrjá ráðgjafa vegna hlutafjáraukningarinnar, Arctica Finance hf. sem umsjónaraðila og Fossa fjárfestingarbanka hf. og Greenhill (Mizuho) sem söluaðila. Segir að ráðgjafar félagsins muni á næstu vikum hefja samtal við fjárfesta og muni útfærsla á fyrirkomulagi hlutafjáraukningarinnar meðal annars taka mið af þeim samtölum. „Árið 2024 verður fyrsta árið í rekstri PLAY þar sem ekki verður bætt við nýjum flugvélum og að öllu óbreyttu myndi félagið ekki þurfa aukið fjármagn fyrir 2024,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „Atburðir undafarna vikna hafa sýnt okkur að staða flugfélaga getur breyst hratt og er það mat félagsins að styrkja þurfi lausafjárstöðuna.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í afkomutilkynningu sem félagið birti eftir lokun markaða í gær. Þar segir að félagið hafi vaxið hratt síðan það hóf flug í fyrsta sinn í júní 2021. „Á vaxtaskeiði sínu hefur félagið glímt við ítrekuð ytri áföll, nú síðast eldgos á Reykjanesi í morgun. Það er mat félagsins að skynsamlegt sé að styrkja lausafjárstöðuna enn frekar, með hlutafjáraukningu, þannig að félagið sé í stakk búið til að grípa vaxtatækifæri og mæta ófyrirséðum atburðum.“ Fram kemur að félagið hafi ráðið þrjá ráðgjafa vegna hlutafjáraukningarinnar, Arctica Finance hf. sem umsjónaraðila og Fossa fjárfestingarbanka hf. og Greenhill (Mizuho) sem söluaðila. Segir að ráðgjafar félagsins muni á næstu vikum hefja samtal við fjárfesta og muni útfærsla á fyrirkomulagi hlutafjáraukningarinnar meðal annars taka mið af þeim samtölum. „Árið 2024 verður fyrsta árið í rekstri PLAY þar sem ekki verður bætt við nýjum flugvélum og að öllu óbreyttu myndi félagið ekki þurfa aukið fjármagn fyrir 2024,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. „Atburðir undafarna vikna hafa sýnt okkur að staða flugfélaga getur breyst hratt og er það mat félagsins að styrkja þurfi lausafjárstöðuna.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira