Pavel: Verðum að vera auðmjúkir Árni Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2024 22:00 Stjarnan - Tindastóll Subway deild karla vor 2024 Vísir/Pawel Cieslikiewicz Pavel Ermolinskij gat verið ánægður með sigurinn og frammistöðuna í kvöld en taldi að þetta væri lítið skref og að auðmýktin þyrfti að vera í forrúmi. Tindastóll vann Stjörnuna í Garðabæ og það er fyrsti sigur Stólanna þar í bæ í 62 mánuði. 71-76 urðu lokatölur og Tindastóll er komið inn fyrir línuna í áttunda sætið. „Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Bara virkileg gleði“, var það sem Pavel Ermolinskij sagði við spurningunni um hvaða tilfinningar væru að bærast inn í honum strax eftir sigur sinna manna. „Mér finnst eins og að allir hérna séu að koma upp úr sjónum og ná að anda. Menn mega vera glaðir og stoltir og sjálfsöruggir með það sem þeir hafa verið að gera. Frábær frammistaða í kvöld og virkilega góður leikur. Það var ekki mikið skorað en baráttan inn á vellinum og það sem liðin voru að sýna er mjög gott. Það að hafa komist í gegnum þannig leik og unnið er gott.“ Bæði Tindastóll og Stjarnan hafa átt það til að stífna upp í síðari hálfleik sóknarlega. Var það baráttan sem skilaði þessu? „Eins og ég sagði þá var þetta þannig leikur. Bæði lið voru að djöflast og reyna að vinna leik og það var alveg sama hvernig var farið að því. Þetta er oftast þannig. Við höfum tapað fleiri þannig leikjum en við höfum unnið og orðið undir í þeirri baráttu. Að hafa lið sem hefur sama hungur og við er frábært.“ Um Keyshawn Woods sagði Pavel: „Hann var ógeðslega góður í kvöld bara sem stakur leikmaður. Hann líka bara kveikti í okkur og hans nærvera. Þetta var eitthvað fyrir alla að byrja upp á nýtt. Það var allt önnur ára yfir liðinu en undanfarið en ég hefði líka tekið verri frammistöðu hjá honum og það sama frá hinum leikmönnunum mínum. Þetta var frábært.“ Arnar Guðjónsson sagði í viðtali eftir leik að það væri mjög stutt í að Stjarnan yrði góð. Eru Tindastóll orðnir góðir þá? „Nei. Það var tímabil á þessu tímabili þar sem við gátum talað um að við værum einum til tveimur sigrum frá því að svífa hátt. Við verðum að vera auðmjúkir og taka lítil skref áfram. Það er staðurinn sem við erum á. Það er þar sem við erum. Það er ekki lengur hægt að fara í stór stökk fram á við. Það eru lítil skref en við tökum og fögnum þessu og byggjum ofan á þetta.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 71-76 | Mikilvægur sigur Stólanna í úrslitakeppnis andrúmslofti Tindastóll náði í sigur í greipar Stjörnunnar í 17. umferð Subway deildar karla fyrr í kvöld. Stigin eru rosalega mikilvæg og andrúmsloftið bar með sér að um mikilvægan leik væri að ræða. Leik lauk 71-76 og það var harkan sem hafði þetta. 9. febrúar 2024 18:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum