„Sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. febrúar 2024 09:00 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í haust. Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Gísli Eyjólfsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið Breiðablik og freistar gæfunnar í atvinnumennsku með Halmstad í Svíþjóð. Hann þakkar unnustunni traustið og segir verkefnið tikka í öll box. Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Gísli samdi við Halmstad á dögunum og fór beint til móts við félagið í æfingaferð á Spáni. Hann segir liðið hafa sýnt sér töluverðan áhuga. „Þjálfarinn var mjög áhugasamur og vissi mjög mikið um mig. Hann var búinn að fylgjast með mér allt síðasta sumar og Evrópukeppnin gerði líka sitt og dregur athygli að manni. Hann vildi þá eiginleika sem ég hef í sitt lið, það er eiginlega ekkert flóknara en það,“ segir Gísli. Tjékkaði í öll box Gísli verður samherji Birnis Snæs Ingasonar sem samdi við Halmstad fyrr í vetur. Gísli er 29 ára gamall og á tvö börn, eins árs og fjögurra ára, með kærustu sinni. Hann er þakklátur kærustunni fyrir að koma með sér í þetta ævintýri. „Mér fannst þetta fínn tímapunktur vegna þess að við erum með krakka á góðum aldri. Anna, kærasta mín, sem betur fer er hún minn helsti stuðningsmaður og var til í þetta. Eftir að þau voru klár var lítið sem gat stoppað þetta. Þetta er ævintýri, að búa í öðru landi,“ „Þetta snýst ekki lengur um mig þannig að það þurfti margt að ganga upp. Þetta þurfti að vera gott lið, í góðri deild. Staðurinn og bærinn þurfti að vera frábær, og liðið að sýna virkilegan áhuga. Þetta tjékkaði í öll boxin þannig að ég er virkilega ánægður að vera kominn loksins hingað,“ segir Gísli. Saknar Blika strax en tímapunkturinn réttur Gísli segir erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið en tímapunkturinn sé réttur til að prófa eitthvað nýtt. „Breiðablik er minn klúbbur. Ég er uppalinn þarna og hef aldrei áður skrifað undir félagsskipti - ég hef alltaf farið á láni ef ég fer einhvert frá Breiðabliki. Ég er að slíta naflastrenginn dálítið,“ „Það er margt fólk í Breiðabliki sem maður á eftir að sakna mjög mikið og bara klúbburinn í heild sinni. Særún sjúkraþjálfari, ég er strax farinn að sakna hennar, allir strákarnir, þjálfararnir, stuðningsmennirnir og klúbburinn í heild. Mér er mjög annt um þennan klúbb þannig að þetta er alveg erfitt að kveðja þetta fólk en þetta er fínn tímapunktur núna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gísli. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Breiðablik Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira