Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 10:51 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira