Þeir unnu mikið afrek Ingólfur Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 14:00 Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna. Það þarf mikla vandvirkni og fádæma elju til að sjóða saman slíka lögn úr gríðarlega þungum stálrörum þar sem beita þarf ýtrustu nákvæmni og hæstu faglegu gæðum og það úti á víðavangi þar sem vetur ríkir með frosti og nepju. Snillingarnir sem þetta gerðu þurftu að hita snertifleti þessara miklu röra að bræðslumarki og fylla síðan hvern millimetra þar á milli með málmblöndu úr rafsuðupinnum þannig að allt væri pottþétt, haldgóð og traust heild. Gríðarlegt nákvæmnisverk sem eingöngu er á færi bestu fagmanna. Þeir lögðu nótt við dag og luku verkinu á skemmri tíma en nokkur þorði að vona. Sýndu með því að hér voru ekki einhamir menn að verki heldur þeir sem lögðu allt í sölurnar til að tryggja fólkinu á Suðurnesjum birtu og yl. Við tökum ofan fyrir þessum mönnum og þökkum þeim fyrir að nýta faglega hæfileika sína, elju og útsjónarsemi til hagsbóta fyrir aðra. Þeir eru þjóðarsómi. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór 3003 Elliði Vignisson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mitt gamla stálhjarta sló mörg aukaslög í gleði og stolti þegar málmsuðu- og tæknimennirnir luku því gríðarlega vandasama verki í nótt að smíða og tengja hjáveitulögn yfir nýja hraunið og koma heita vatninu aftur til íbúanna. Það þarf mikla vandvirkni og fádæma elju til að sjóða saman slíka lögn úr gríðarlega þungum stálrörum þar sem beita þarf ýtrustu nákvæmni og hæstu faglegu gæðum og það úti á víðavangi þar sem vetur ríkir með frosti og nepju. Snillingarnir sem þetta gerðu þurftu að hita snertifleti þessara miklu röra að bræðslumarki og fylla síðan hvern millimetra þar á milli með málmblöndu úr rafsuðupinnum þannig að allt væri pottþétt, haldgóð og traust heild. Gríðarlegt nákvæmnisverk sem eingöngu er á færi bestu fagmanna. Þeir lögðu nótt við dag og luku verkinu á skemmri tíma en nokkur þorði að vona. Sýndu með því að hér voru ekki einhamir menn að verki heldur þeir sem lögðu allt í sölurnar til að tryggja fólkinu á Suðurnesjum birtu og yl. Við tökum ofan fyrir þessum mönnum og þökkum þeim fyrir að nýta faglega hæfileika sína, elju og útsjónarsemi til hagsbóta fyrir aðra. Þeir eru þjóðarsómi. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar