Sagður kalla Netanjahú drullusokk Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2024 16:16 Joe Biden og Benjamín Netanjahú hafa þekkst um langt skeið. Biden er sgaður orðinn pirraður á forsætisráðherranum. AP/Miriam Alster Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38
Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40