Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 15:10 Ásthildur segir bæjaryfirvöld hafa komið af fjöllum þegar þeim barst krafa óbyggðanefndar fyrir helgi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. „Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Við erum rétt byrjuð að skoða þetta. Í fyrsta kasti skiljum við ekkert í þessu,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Hún segir að það sé mikil vinna að fara yfir landamerki á eyjunni, hver eigi hvað og hvort eitthvað sé í eigu einkaaðila. „Okkur líst ekki vel á þetta við fyrstu skoðun, en við erum að skoða þetta. Okkar stöðu og hvort að Óbyggðanefnd sé að teygja sig lengra en þeir hafa heimild til,“ segir Ásthildur. Sá hluti eyjunnar sem ríkið hefur gert kröfu um er rauðmerktur á kortinu. Vísir/Grafík Ásthildur segir að bæjarfélaginu hafi borist krafa frá Óbyggðanefnd fyrir helgi og hafi þrjá mánuði til að svara henni. Í kröfulýsingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem er birt á vef Óbyggðanefndar um þjóðlendumörk á Norðurlandi eystra, innan svæðis 12, segir að þess sé krafist að „sá hluti Grímseyjar sem telst falla utan heimalanda jarða á Grímsey samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, sbr. kafli 4 kröfulýsingar þessarar, teljist þjóðlenda. Afmörkum kröfunnar Sá hluti sem krafan nær til afmarkast með eftirfarandi hætti samkvæmt kröfulýsingunni: Upphafspunktur er við sjó við Skegluungagjá (1). Þaðan eftir gjánni upp á brúnir við Köldugjá (2). Þaðan eftir brúnum til suðurs allt að merkjavörðu sem kölluð er Sandvíkurstrýta (3) og áfram eftir brúnum vestan Eiðastrýtu og Sveinagarðaaxlar og síðan beina stefnu til sjós við Grenivíkurtjarnir (4). Þaðan norður eftir ströndinni um Grenivíkurbjarg, Sveinagarðabjarg, Miðgarðabjarg, Eiðabjarg, Borgabjarg, Sveinsstaðabjarg, Efri-Sandvíkurbjarg, Neðri-Sandvíkurbjarg og um Eyjarfót allt að upphafspunkti við Skegluungagjá.“ Þá segir í kröfulýsingunni að við afmörkum á svæði sé miðað við að heimalönd jarða á Grímsey, eins og þau eru afmörkuð í landamerkjabréfum, teljist eignarlönd og falli utan þjóðlendukröfu. Allt svæði á Grímsey utan heimalanda teljist hins vegar þjóðlenda. Nánar er fjallað um þetta í kafla 5.2 hér. Krefjast þess að krafan sé dregin til baka Ásthildur segir bæjarstjórn á Akureyri á svipuðum stað með málið og Vestmanneyingar en bæjarstjóri bæjarins, Íris Róbertsdóttir, hefur gert miklar athugasemdir við kröfu Óbyggðanefndar til Heimaeyjar og allra úteyja og skerja sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur krafist þess að krafan verði dregin til baka.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Akureyri Grímsey Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 12. febrúar 2024 18:01