Hlaupaheimurinn í áfalli: „Setning sem hefur ómað í hausnum á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Arnar Pétursson er einn besti hlaupari landsins. vísir/arnar Einn besti hlaupari landsins Arnar Pétursson segir að það hafi verið algjört högg í magann þegar hann frétti af því að maraþonhlauparinn Kelvin Kiptum væri látinn. Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“ Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira