Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 20:58 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10
Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16