Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:36 Aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimunina. Getty Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009. Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009.
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira