Maðurinn sem setti upp körfuboltahring heima hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 10:19 Snorri Bjarnvin er maður sem lætur verkin tala. Hann setti einfaldlega körfuboltahring upp heima hjá sér. Hann vill þó taka það fram að hann er með bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Snorri Bjarnvin Jónsson spurði ekki einu sinni eiginkonuna um leyfi þegar hann lét áralangan draum rætast og setti upp körfuboltahring í forstofunni heima hjá sér. „Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í.
Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira