Tókst að ákæra Mayorkas í annarri tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 14:13 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanþings, í þinghúsinu í gær. Repúblikanar höfðu tækifæri til að ákæra Mayorkas í gær, eftir að þingmaður flokksins sneri aftur til vinnu eftir krabbameinsmeðferð og áður en nýr þingmaður Demókrtaflokksins mætti til starfa. AP/J. Scott Applewhite Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tókst í gær að ákæra Alejandro N. Mayorkas, yfirmann heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot. Þetta var í annað sinn sem þeir greiddu atkvæði um ákæru og var hún samþykkt með einu atkvæði. Mayorkas hefur verið ákærður vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en hann er ekki sakaður um nokkurs konar glæp. Eins og áður segir var ákæran samþykkt með einu atkvæði en síðast kom þingmaður Demókrataflokksins óvænt af sjúkrahúsi til að greiða atkvæði og kom leiðtogum Repúblikanaflokksins á óvart. Því reyndu þeir aftur í gærkvöldi, eftir að einn þingmanna þeirra sneri aftur af sjúkrahúsi og áður en nýr þingmaður Demókrataflokksins snýr til starfa Sjá einnig: Demókrati nældi í þingsæti Santos Eins og síðast greiddu þrír þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn því að ákæra. Þeir höfðu áður sagt að það skapi slæmt fordæmi að ákæra embættismann fyrir að framfylgja stefnu forseta. Hann sé ekki sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Þá segja þeir augljóst að Mayorkas verði aldrei sakfelldur í öldungadeildinni, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Þingið ákærði síðast ráðherra fyrir meint embættisbrot árið 1876. Það var William Belknap, stríðsráðherra, sem var sakaður um umfangsmikla spillingu. Demókratar hafa sakað Repúblikana um að beita ákærum í pólitískum tilgangi. Þeir hafa sömuleiðis sakað Repúblikana um hræsni fyrir að ákæra Mayorkas skömmu eftir að þeir stóðu í vegi framgöngu frumvarps sem innihélt einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum í áratugi. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Repúblikanar, sem komu að því að semja frumvarpið hefðu náð fram mörgum af baráttumálum sínum á landamærunum en snerust gegn frumvarpinu eftir að Donald Trump, væntanlegur forsetaframbjóðandi flokksins, lýsti því yfir að hann væri mótfallinn frumvarpinu og vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden. Repúblikanar hafa lengi verið með horn í síðu Alejandro Mayorkas, sem stýrir heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, og saka hann um að bera ábyrgð á ástandinu á landamærum við Mexíkó.AP/Alex Brandon Repúblikanar hafa einnig átt í formlegri rannsókn á Joe Biden, fyrir meint embættisbrot. Sú rannsókn hefur litlum árangri skilað. Sjá einnig: Hefja formlega rannsókn á Biden Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann var svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur tvisvar sinnum verið ákærður fyrir embættisbrot og hefur hann verið mjög reiður yfir því. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, segir í yfirlýsingu að Mayorkas eigi skilið að vera ákærður fyrir embættisbrot. Hann hafi neitað að starfa í samræmi við lög og sagt þinginu ósatt. My statement on the House voting to impeach Secretary Mayorkas: pic.twitter.com/CwNdm4XQkU— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 14, 2024 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. 7. febrúar 2024 07:23 Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mayorkas hefur verið ákærður vegna ástandsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en hann er ekki sakaður um nokkurs konar glæp. Eins og áður segir var ákæran samþykkt með einu atkvæði en síðast kom þingmaður Demókrataflokksins óvænt af sjúkrahúsi til að greiða atkvæði og kom leiðtogum Repúblikanaflokksins á óvart. Því reyndu þeir aftur í gærkvöldi, eftir að einn þingmanna þeirra sneri aftur af sjúkrahúsi og áður en nýr þingmaður Demókrataflokksins snýr til starfa Sjá einnig: Demókrati nældi í þingsæti Santos Eins og síðast greiddu þrír þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði gegn því að ákæra. Þeir höfðu áður sagt að það skapi slæmt fordæmi að ákæra embættismann fyrir að framfylgja stefnu forseta. Hann sé ekki sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Þá segja þeir augljóst að Mayorkas verði aldrei sakfelldur í öldungadeildinni, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Þingið ákærði síðast ráðherra fyrir meint embættisbrot árið 1876. Það var William Belknap, stríðsráðherra, sem var sakaður um umfangsmikla spillingu. Demókratar hafa sakað Repúblikana um að beita ákærum í pólitískum tilgangi. Þeir hafa sömuleiðis sakað Repúblikana um hræsni fyrir að ákæra Mayorkas skömmu eftir að þeir stóðu í vegi framgöngu frumvarps sem innihélt einhverjar umfangsmestu aðgerðir á landamærunum í áratugi. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Repúblikanar, sem komu að því að semja frumvarpið hefðu náð fram mörgum af baráttumálum sínum á landamærunum en snerust gegn frumvarpinu eftir að Donald Trump, væntanlegur forsetaframbjóðandi flokksins, lýsti því yfir að hann væri mótfallinn frumvarpinu og vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Joe Biden. Repúblikanar hafa lengi verið með horn í síðu Alejandro Mayorkas, sem stýrir heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, og saka hann um að bera ábyrgð á ástandinu á landamærum við Mexíkó.AP/Alex Brandon Repúblikanar hafa einnig átt í formlegri rannsókn á Joe Biden, fyrir meint embættisbrot. Sú rannsókn hefur litlum árangri skilað. Sjá einnig: Hefja formlega rannsókn á Biden Trump var tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot í forsetatíð sinni. Fyrst árið 2019 þegar hann bað Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að rannsaka Joe Biden og gaf í skyn að annars myndi hann stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Hann var svo aftur ákærður árið 2021, vegna árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þingið þann 6. janúar það ár. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur tvisvar sinnum verið ákærður fyrir embættisbrot og hefur hann verið mjög reiður yfir því. Trump hefur á undanförnum árum ítrekað kallað eftir því að Biden verði einnig ákærður. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, segir í yfirlýsingu að Mayorkas eigi skilið að vera ákærður fyrir embættisbrot. Hann hafi neitað að starfa í samræmi við lög og sagt þinginu ósatt. My statement on the House voting to impeach Secretary Mayorkas: pic.twitter.com/CwNdm4XQkU— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) February 14, 2024
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02 Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. 7. febrúar 2024 07:23 Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38 Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Tusk segir Repúblikönum að skammast sín Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. 8. febrúar 2024 16:02
Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. 7. febrúar 2024 07:23
Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars. 6. febrúar 2024 11:38
Langar viðræður um landamærin og hernaðaraðstoð skila „dauðu“ frumvarpi Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum Bandaríkjaþings birtu í gær nýtt frumvarp um öryggi á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð til Úkraínu og Ísrael. Frumvarpið var samið eftir langar viðræður en ef þingmönnum tekst að fá það samþykkt í öldungadeildinni þykir líklegt að það verði ekki svo gott sem tekið til umfjöllunar í fulltrúadeildinni. 5. febrúar 2024 15:02