Hætt við að hætta með kartöflusalatið eftir tugi kvartana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 19:17 Jón Viðar segir að hlustað verði á óskir viðskiptavinanna. Kartöflusalatið verður því áfram á boðstólum á N1. Rekstraraðilar N1 bensínstöðva hafa hætt við að hætta að bjóða viðskiptavinum upp á pylsu með kartöflusalati eftir að tugir kvartana bárust starfsmönnum. Rekstrarstjóri segir að kartöflusalatið hafi átt að víkja fyrir franskri pylsu, en nú verði bæði í boði. „Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
„Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira