Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 07:31 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, vill fá umræðu í gang og að raddir leikmanna fái að heyrast við ákvörðunartöku. Vísir/Einar Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar. Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi. Leikmannasamtök Íslands leggja fram tillögu um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. „Samkvæmt tillögunni þá er þetta bara um mitt tímabil. Við værum að horfa til júlí og það er lítið að frétta í júlí hvort eð er. Evrópukeppnirnar eru í gangi og það hefur verið mikið af frestuðum leikum í júlí. Þar er gluggi sem við sjáum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, við Stefán Árni Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vilja opna á samtalið „Þetta er líka eitthvað sem við viljum bara ræða. Þetta á bara að vera samtal. Þessi tillaga er sett fram og við stöndum alveg á bak við hana. Að mörgu leyti er þetta að við viljum opna á ákveðið samtal,“ sagði Arnar. „Við viljum opna á umræðuna um þetta, því þetta er það sem leikmennirnir eru að kalla eftir. Þetta er það sem leikmenn vilja. Mér finnst að það hafi vantað upp á í allt of langan tíma. Að rödd leikmanna, sem eru ansi stór hluti af fótboltanum, að hún komi betur og skýrar fram,“ sagði Arnar. Áttatíu prósent vilja sumarfrí „Við gerðum könnum fyrir tveimur árum bæði hjá körlum og konum. Þar vildi meirihluti beggja kynja sumarfrí. Við settum nýlega af stað nýja könnun um sumarfrí. Stelpurnar eru búnar að skila mikið af svörum og þar eru yfir áttatíu prósent sem segja mikilvægt eða mjög mikilvægt að fá sumarfrí,“ sagði Arnar. „Við erum að bíða eftir því að fá stærra þýði frá strákunum en það voru komin einhver þrjátíu til fjörutíu svör frá strákunum þegar ég kíkti áðan og þá var það í svipuðum dúr. Í kringum áttatíu prósent,“ sagði Arnar. Samtökin vilja einnig að launamál leikmanna deildanna verði skýrari og leikmenn verði ekki á verktakasamningum, heldur fái frekar borgað sem launþegar. Rímar ekki við það að vera í verktakaumhverfi „Það er mikið talað um það að við ætlum að vera með einhvern standard í deildinni almennt. Það eru einhverjir hagsmunaaðilar að tala um að þetta sé orðin atvinnumannadeild, alla vega efstu deildirnar. Það rímar ekki alveg við það að við séum enn þá í verktakaumhverfi,“ sagði Arnar. „Það er bara partur af því sem okkur finnst þurfa að gera betur eða að lyfta því upp á hærra plan líka. Það er betra fyrir alla aðila að vera í launþegasambandi við einhvern sem er að vinna vinnu. Það skapar öryggi fyrir leikmennina en fyrir klúbbana gerir það líka,“ sagði Arnar. „Ef þú ert lið í efstu deild á Íslandi og helst bara í efstu tveimur, karla og kvenna, þá viljum við bara að þetta sé standard. Það er bara launþegasamningur og það lyftir þessu upp á hærra plan,“ sagði Arnar.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Sjá meira