Rétt og rangt um Rapyd Björn B Björnsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun