Sjáðu vítin úr leiknum þar sem dómari er grunaður um svindl Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 14:30 Sævar Atli Magnússon tók þátt í leiknum við HamKam og tók fyrsta vítið af þremur sem Lyngby fékk á lokakafla leiksins. Getty/Lars Ronbog Óhætt er að segja að erfitt sé að sjá á hvað dómarinn var að dæma, þegar hann dæmdi þrjár vítaspyrnur undir lok leiks danska liðsins Lyngby og norska liðsins HamKam um helgina. Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg. Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Forráðamenn HamKam hafa haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna leiksins, þar sem sterkur grunur er um að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum. Norska sambandið hefur svo farið með málið áfram til UEFA þar sem um leik á milli liða frá tveimur löndum er að ræða. Leikið var í Tyrklandi og sáu gestgjafarnir um að útvega dómara. Leikurinn endaði 2-1 fyrir HamKam. Liðið var 2-0 yfir þegar 80 mínútur voru liðnar en svo virtist sem að dómarinn væri mjög áhugasamur um að Lyngby skoraði einnig í leiknum. Hann dæmdi nefnilega þrjár vítaspyrnur fyrir Lyngby og voru allir dómarnir vægast sagt verulega vafasamir. Tvö fyrstu vítin fóru í súginn, það fyrra frá Sævari Atla Magnússyni, en þriðja vítið fór inn og þar með höfðu bæði lið skorað í leiknum, sem er nokkuð sem hægt er að veðja á. Vítaspyrnudómana má sjá á vef TV 2 í Noregi, með því að smella hér. Héldu allir að um svindl væri að ræða „Þetta var bara orðið fyndið í lokin,“ sagði Marcus Sandberg, markvörður HamKam, við TV 2. „Við töluðum við leikmenn Lyngby og þeir skildu ekki heldur neitt í neinu. Ég er búinn að spila ansi lengi og hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði hinn 33 ára gamli Sandberg og bætti við: „Þetta voru mjög undarlegir dómar. Við fengum ódýrt víti líka. Við vitum ekki í hvaða gæðaflokki dómarinn var en þetta var bara furðulegt.“ En grunar hann að dómarinn hafi viljað hagræða úrslitum? „Ja, ég veit ekki hvað maður á að segja en það er það sem allir héldu í báðum liðum. Það var eitthvað dularfullt á seyði,“ sagði Sandberg.
Norski boltinn Danski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira