Fimm tíma rafmagnsleysi í Borgarfirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. febrúar 2024 22:27 Eins og sjá má af kortinu nær rafmagnsleysið yfir mjög stóran hluta Borgarfjarðar. Rarik Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju. „Það er voða lítið hægt að segja, það er bara verið að greina bilunina,“ sagði Elvar Már, sérfræðingur á stjórnstöð Rarik, fyrr í kvöld. Veistu hvað það er rafmagnslaust hjá mörgum? „Þetta er náttúrulega nánast allur Borgarfjörðurinn. Borgarnes er ekki rafmagnslaust en það er allt rafmagnslaust út á Húsafelli, á Mýrunum og svo eru Vatnshamraútgangarnir raunverulega Reykholtsdalur og Mýrarlína,“ sagði hann. Það sé því ansi stórt svæði og gengið erfiðlega að eiga við bilunina. Fimm tímar frá fyrstu útleysingu Fyrsta útleysingin varð að sögn Elvars klukkan 16:48 á Mýrarlínu og því hefur verið rafmagnslaust þar í rúma fimm tíma. Við að reyna að einangra bilunina kom önnur útleysing í ljós og varð þá rafmagnslaust víðar að sögn Elvars. Um fimmleytið hafi orðið rafmagnslaust í Húsafelli og um sexleytið í Lundarreykjadal og Reykholtsdal Eru margir að vinna í þessu? „Það er allur mannskapur í þessu í Borgarnesi, vinnuflokkurinn þar. Svo eru margir sérfræðingar að vinna í þessu máli hérna á stjórnstöð,“ sagði Elvar. Vitið þið hvað þetta tekur langan tíma? „Það er ómögulegt að segja,“ sagði Elvar. Þegar fréttin er skrifuð um hálf ellefu er búið að koma aftur á rafmagni í Húsafelli en enn er rafmagnslaust á hinum svæðunum. Borgarbyggð Orkumál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
„Það er voða lítið hægt að segja, það er bara verið að greina bilunina,“ sagði Elvar Már, sérfræðingur á stjórnstöð Rarik, fyrr í kvöld. Veistu hvað það er rafmagnslaust hjá mörgum? „Þetta er náttúrulega nánast allur Borgarfjörðurinn. Borgarnes er ekki rafmagnslaust en það er allt rafmagnslaust út á Húsafelli, á Mýrunum og svo eru Vatnshamraútgangarnir raunverulega Reykholtsdalur og Mýrarlína,“ sagði hann. Það sé því ansi stórt svæði og gengið erfiðlega að eiga við bilunina. Fimm tímar frá fyrstu útleysingu Fyrsta útleysingin varð að sögn Elvars klukkan 16:48 á Mýrarlínu og því hefur verið rafmagnslaust þar í rúma fimm tíma. Við að reyna að einangra bilunina kom önnur útleysing í ljós og varð þá rafmagnslaust víðar að sögn Elvars. Um fimmleytið hafi orðið rafmagnslaust í Húsafelli og um sexleytið í Lundarreykjadal og Reykholtsdal Eru margir að vinna í þessu? „Það er allur mannskapur í þessu í Borgarnesi, vinnuflokkurinn þar. Svo eru margir sérfræðingar að vinna í þessu máli hérna á stjórnstöð,“ sagði Elvar. Vitið þið hvað þetta tekur langan tíma? „Það er ómögulegt að segja,“ sagði Elvar. Þegar fréttin er skrifuð um hálf ellefu er búið að koma aftur á rafmagni í Húsafelli en enn er rafmagnslaust á hinum svæðunum.
Borgarbyggð Orkumál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira