Tjáningarfrelsi fyrir „réttar“ skoðanir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:31 Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun