Utan vallar: Bestu erlendu framherjarnir í sögu íslenska fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 10:00 Steven Lennon, Patrick Pedersen og Allan Borgvardt hafa allir unnið fleiri en einn Íslandsmeistaratitil og hafa jafnframt allir verið kosnir bestu leikmenn deildarinnar. Samsett Margir frábærir framherjar hafa spilað í íslensku deildinni og einn þeirra er kominn yfir hundrað mörk. Tímamót hjá þeim markahæsta kallar á vangaveltur um hver sé sá besti. Steven Lennon lagði skóna á hilluna í vikunni og það er enginn vafi á því að þar fer einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað í íslensku deildinni. Lennon var sá fyrsti og enn sá eini úr hópi erlendra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk í íslensku deildinni. Hann hefur einnig skorað 25 mörk í bikarnum og er því með 126 mörk í deild og bikar. Lennon er í hópi markahæstu manna á báðum vígstöðvum. Markalistinn hans er langur og glæsilegur og hann hefur líka verið að búa til mörk fyrir félaga sína. Hann varð tvisvar Íslandsmeistari með FH og þó að síðustu ár hafi verið frekar litlaus hjá honum þá átti hann mörg frábær tímabil hér á landi. Patrick Pedersen fagnar einu af 99 mörkum sínum í efstu deild.Vísir/Diego Hver er sá besti? En hver er besti erlendi framherjinn sem hefur spilað í efstu deild karla í knattspyrnu? Ég ákvað að skoða aðeins afrekaskrá nokkurra leikmanna sem mér fannst koma til greina ef ætlunin væri að velja þann besta. Þetta er auðvitað aðeins mitt persónulega mat og ég er ekki í vafa um það að það er fólk þarna úti með allt aðra skoðun en ég. Ég tók auðvitað inn í myndina markaskor leikmanna og hversu mörg mörk þeir voru að skora að meðaltali í leik. Ég skoðaði líka stoðsendingarnar enda þarf góður sóknarmaður einnig að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Þá athugaði ég líka hvort leikmennirnir höfðu orðið Íslandsmeistarar, orðið markakóngar eða verið kosnir bestu leikmenn tímabilsins. Umfjöllun um Allan Borgvardt í opnugrein í Dagblaðinu Vísi árið 2005.Tímarit.is/ Dagblaðið Vísir Farið fyrir liði í þremur titlum Sá sem stendur upp úr að mínu mati er Patrick Pedersen sem hefur farið fyrir sóknarleik Valiðsins í þremur Íslandsmeistaratitlum. Hann er líka aðeins tveimur mörkum og einni stoðsendingu á eftir Steven Lennon yfir þá erlendu framherja sem hafa skorað og lagt upp flest mörk í deildinni. Það er líklegt að hann komist í efsta sætið í sumar og ógni jafnvel sjálfu markametinu ef hann heldur áfram að raða inn mörkum. Pedersen er með samning við Valsmenn næstu tvö tímabil eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í október. Valsmenn eru með öflugt lið og hann er líklegur til að bæta við bæði mörkum og titlum á næstu árum. Sumum finnst það eflaust of lágt að setja Steven Lennon alla leið niður í fjórða sætið en ég hef ekki séð betri leikmann spila hér í deildinni en Allan Borgvardt sumarið 2005. Hann missir þó af efsta sætinu af því að hann spilaði hér aðeins í þrjú tímabil. Frammistaða Borgvardt sumarið 2005 Tímabilið 2005 var Borgvardt allt í öllu í sóknarleik FH-liðsins sem vann alla fimmtán leiki sína og var orðið Íslandsmeistari þegar liðið tapaði fyrstu stigum sínum. Borgvardt hafði einnig verið valinn besti leikmaðurinn 2003 þegar hann ásamt landa sínum Tommy Nielsen breytti FH-liðinu úr fallbaráttufóðri í næstbesta lið sumarsins. Mihajlo Biberčić og Sigurður Jónsson sjást hér fagna saman á mynd með opnugrein Morgunblaðsins um Skagaliðið frá 1993.Tímarit.is/Morgunblaðið Mihajlo Biberčić er einnig ofar en Lennon en þessi Serbi var magnaður með ÍA og KR á tíunda áratugnum. Þegar hann var í formi réðu fáir varnarmenn við hann. Vandamálið var að hann safnaði kílóum á veturna eins og hann safnaði mörkum á sumrin. Hann var engu að síður fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur deildarinnar þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir ÍA sumarið 1994 eftir að hafa skorað þrettán mörk sumarið á undan. 27 mörk á tveimur árum fyrir tvö Íslandsmeistaralið. Lykilmenn í tveimur af bestu liðum sögunnar Það vegur líka mjög þungt að þessir tveir framherjar voru lykilmenn í tveimur af bestu liðum allra tíma. Biberčić kom að tuttugu mörkum í Skagaliðinu sumarið 1993 og Borgvardt átti þátt í 21 marki FH-inga sumarið 2005. Lennon fær því fjórða sætið á listanum og er á undan þeim Gary Martin og Nicolaj Hansen. Hansen byrjaði rólega og leit ekki allt of sannfærandi út en hefur átt mögnuð undanfarin ár sem einn af leiðtogum sigursæls Víkingsliðs. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði þessara kappa. Patrick PedersenVísir/Sigurjón 1. Patrick Pedersen Danmörk (Kom fyrst til Íslands 22 ára gamall) 3 sinnum Íslandsmeistari með Val (2017, 2018 og 2020) 2 sinnum markakóngur (2015 og 2018) 1 leikmaður ársins (2018) 4 tíu marka tímabil 0,65 mörk í leik 99 mörk í 152 leikjum 39 stoðsendingar 138 mörk + stoðsendingar (0,91 í leik) Getty/SNS Group 2. Allan Borgvardt Danmörk (Kom til Íslands 23 ára gamall) 2 sinnum Íslandsmeistari með FH (2004 og 2005) Aldrei markakóngur 2 leikmaður ársins (2003 og 2005) 1 tíu marka tímabil 0,67 mörk í leik 29 mörk í 43 leikjum 10 stoðsendingar 39 mörk + stoðsendingar (0,91 í leik) Frétt úr DV þegar Mihajlo Biberčić fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 1994 með Ólafi Þórðarsyni og Sigurði Jónssyni.timarit.is/DV 3. Mihajlo Biberčić Serbía (Kom til Íslands 25 ára gamall) 3 sinnum Íslandsmeistari með ÍA (1993, 1994 og 1996) 1 sinni markakóngur (1994) 3 tíu marka tímabil 0,70 mörk í leik 52 mörk í 74 leikjum 14 stoðsendingar 66 mörk + stoðsendingar (0,89 í leik) Vísir/Bára Dröfn 4. Steven Lennon Skotland (Kom fyrst til Íslands 23 ára gamall) 2 Íslandsmeistari með FH (2015 og 2016) 1 sinni markakóngur (2020) 1 leikmaður ársins (2020) 3 tíu marka tímabil 0,47 mörk í leik 101 mark í 215 leikjum 40 stoðsendingar 141 mark + stoðsendingar (0,65 í leik) vísir/daníel 5. Gary Martin Englandi (Kom fyrst til Íslands 20 ára gamall) 1 sinni Íslandsmeistari með KR (2013) 2 sinnum markakóngur (2014 og 2019) 3 tíu marka tímabil 0,53 mörk í leik 57 mörk í 108 leikjum 23 stoðsendingar 80 mörk + stoðsendingar (0,74 í leik) Vísir/Hulda Margrét 6. Nicolaj Hansen Danmörk (Kom til Íslands 23 ára gamall) 2 sinnum Íslandsmeistari með Víkingi R. (2021 og 2023) 1 sinni markakóngur (2021) 1 leikmaður ársins (2021) 2 tíu marka tímabil 0,36 mörk í leik 49 mörk í 137 leikjum 16 stoðsendingar 65 mörk + stoðsendingar (0,47 í leik) Besta deild karla FH Valur ÍA KR Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Steven Lennon lagði skóna á hilluna í vikunni og það er enginn vafi á því að þar fer einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað í íslensku deildinni. Lennon var sá fyrsti og enn sá eini úr hópi erlendra leikmanna sem hafa skorað hundrað mörk í íslensku deildinni. Hann hefur einnig skorað 25 mörk í bikarnum og er því með 126 mörk í deild og bikar. Lennon er í hópi markahæstu manna á báðum vígstöðvum. Markalistinn hans er langur og glæsilegur og hann hefur líka verið að búa til mörk fyrir félaga sína. Hann varð tvisvar Íslandsmeistari með FH og þó að síðustu ár hafi verið frekar litlaus hjá honum þá átti hann mörg frábær tímabil hér á landi. Patrick Pedersen fagnar einu af 99 mörkum sínum í efstu deild.Vísir/Diego Hver er sá besti? En hver er besti erlendi framherjinn sem hefur spilað í efstu deild karla í knattspyrnu? Ég ákvað að skoða aðeins afrekaskrá nokkurra leikmanna sem mér fannst koma til greina ef ætlunin væri að velja þann besta. Þetta er auðvitað aðeins mitt persónulega mat og ég er ekki í vafa um það að það er fólk þarna úti með allt aðra skoðun en ég. Ég tók auðvitað inn í myndina markaskor leikmanna og hversu mörg mörk þeir voru að skora að meðaltali í leik. Ég skoðaði líka stoðsendingarnar enda þarf góður sóknarmaður einnig að leggja upp mörk fyrir félaga sína. Þá athugaði ég líka hvort leikmennirnir höfðu orðið Íslandsmeistarar, orðið markakóngar eða verið kosnir bestu leikmenn tímabilsins. Umfjöllun um Allan Borgvardt í opnugrein í Dagblaðinu Vísi árið 2005.Tímarit.is/ Dagblaðið Vísir Farið fyrir liði í þremur titlum Sá sem stendur upp úr að mínu mati er Patrick Pedersen sem hefur farið fyrir sóknarleik Valiðsins í þremur Íslandsmeistaratitlum. Hann er líka aðeins tveimur mörkum og einni stoðsendingu á eftir Steven Lennon yfir þá erlendu framherja sem hafa skorað og lagt upp flest mörk í deildinni. Það er líklegt að hann komist í efsta sætið í sumar og ógni jafnvel sjálfu markametinu ef hann heldur áfram að raða inn mörkum. Pedersen er með samning við Valsmenn næstu tvö tímabil eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í október. Valsmenn eru með öflugt lið og hann er líklegur til að bæta við bæði mörkum og titlum á næstu árum. Sumum finnst það eflaust of lágt að setja Steven Lennon alla leið niður í fjórða sætið en ég hef ekki séð betri leikmann spila hér í deildinni en Allan Borgvardt sumarið 2005. Hann missir þó af efsta sætinu af því að hann spilaði hér aðeins í þrjú tímabil. Frammistaða Borgvardt sumarið 2005 Tímabilið 2005 var Borgvardt allt í öllu í sóknarleik FH-liðsins sem vann alla fimmtán leiki sína og var orðið Íslandsmeistari þegar liðið tapaði fyrstu stigum sínum. Borgvardt hafði einnig verið valinn besti leikmaðurinn 2003 þegar hann ásamt landa sínum Tommy Nielsen breytti FH-liðinu úr fallbaráttufóðri í næstbesta lið sumarsins. Mihajlo Biberčić og Sigurður Jónsson sjást hér fagna saman á mynd með opnugrein Morgunblaðsins um Skagaliðið frá 1993.Tímarit.is/Morgunblaðið Mihajlo Biberčić er einnig ofar en Lennon en þessi Serbi var magnaður með ÍA og KR á tíunda áratugnum. Þegar hann var í formi réðu fáir varnarmenn við hann. Vandamálið var að hann safnaði kílóum á veturna eins og hann safnaði mörkum á sumrin. Hann var engu að síður fyrsti erlendi leikmaðurinn til að verða markakóngur deildarinnar þegar hann skoraði fjórtán mörk fyrir ÍA sumarið 1994 eftir að hafa skorað þrettán mörk sumarið á undan. 27 mörk á tveimur árum fyrir tvö Íslandsmeistaralið. Lykilmenn í tveimur af bestu liðum sögunnar Það vegur líka mjög þungt að þessir tveir framherjar voru lykilmenn í tveimur af bestu liðum allra tíma. Biberčić kom að tuttugu mörkum í Skagaliðinu sumarið 1993 og Borgvardt átti þátt í 21 marki FH-inga sumarið 2005. Lennon fær því fjórða sætið á listanum og er á undan þeim Gary Martin og Nicolaj Hansen. Hansen byrjaði rólega og leit ekki allt of sannfærandi út en hefur átt mögnuð undanfarin ár sem einn af leiðtogum sigursæls Víkingsliðs. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði þessara kappa. Patrick PedersenVísir/Sigurjón 1. Patrick Pedersen Danmörk (Kom fyrst til Íslands 22 ára gamall) 3 sinnum Íslandsmeistari með Val (2017, 2018 og 2020) 2 sinnum markakóngur (2015 og 2018) 1 leikmaður ársins (2018) 4 tíu marka tímabil 0,65 mörk í leik 99 mörk í 152 leikjum 39 stoðsendingar 138 mörk + stoðsendingar (0,91 í leik) Getty/SNS Group 2. Allan Borgvardt Danmörk (Kom til Íslands 23 ára gamall) 2 sinnum Íslandsmeistari með FH (2004 og 2005) Aldrei markakóngur 2 leikmaður ársins (2003 og 2005) 1 tíu marka tímabil 0,67 mörk í leik 29 mörk í 43 leikjum 10 stoðsendingar 39 mörk + stoðsendingar (0,91 í leik) Frétt úr DV þegar Mihajlo Biberčić fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 1994 með Ólafi Þórðarsyni og Sigurði Jónssyni.timarit.is/DV 3. Mihajlo Biberčić Serbía (Kom til Íslands 25 ára gamall) 3 sinnum Íslandsmeistari með ÍA (1993, 1994 og 1996) 1 sinni markakóngur (1994) 3 tíu marka tímabil 0,70 mörk í leik 52 mörk í 74 leikjum 14 stoðsendingar 66 mörk + stoðsendingar (0,89 í leik) Vísir/Bára Dröfn 4. Steven Lennon Skotland (Kom fyrst til Íslands 23 ára gamall) 2 Íslandsmeistari með FH (2015 og 2016) 1 sinni markakóngur (2020) 1 leikmaður ársins (2020) 3 tíu marka tímabil 0,47 mörk í leik 101 mark í 215 leikjum 40 stoðsendingar 141 mark + stoðsendingar (0,65 í leik) vísir/daníel 5. Gary Martin Englandi (Kom fyrst til Íslands 20 ára gamall) 1 sinni Íslandsmeistari með KR (2013) 2 sinnum markakóngur (2014 og 2019) 3 tíu marka tímabil 0,53 mörk í leik 57 mörk í 108 leikjum 23 stoðsendingar 80 mörk + stoðsendingar (0,74 í leik) Vísir/Hulda Margrét 6. Nicolaj Hansen Danmörk (Kom til Íslands 23 ára gamall) 2 sinnum Íslandsmeistari með Víkingi R. (2021 og 2023) 1 sinni markakóngur (2021) 1 leikmaður ársins (2021) 2 tíu marka tímabil 0,36 mörk í leik 49 mörk í 137 leikjum 16 stoðsendingar 65 mörk + stoðsendingar (0,47 í leik)
1. Patrick Pedersen Danmörk (Kom fyrst til Íslands 22 ára gamall) 3 sinnum Íslandsmeistari með Val (2017, 2018 og 2020) 2 sinnum markakóngur (2015 og 2018) 1 leikmaður ársins (2018) 4 tíu marka tímabil 0,65 mörk í leik 99 mörk í 152 leikjum 39 stoðsendingar 138 mörk + stoðsendingar (0,91 í leik)
2. Allan Borgvardt Danmörk (Kom til Íslands 23 ára gamall) 2 sinnum Íslandsmeistari með FH (2004 og 2005) Aldrei markakóngur 2 leikmaður ársins (2003 og 2005) 1 tíu marka tímabil 0,67 mörk í leik 29 mörk í 43 leikjum 10 stoðsendingar 39 mörk + stoðsendingar (0,91 í leik)
3. Mihajlo Biberčić Serbía (Kom til Íslands 25 ára gamall) 3 sinnum Íslandsmeistari með ÍA (1993, 1994 og 1996) 1 sinni markakóngur (1994) 3 tíu marka tímabil 0,70 mörk í leik 52 mörk í 74 leikjum 14 stoðsendingar 66 mörk + stoðsendingar (0,89 í leik)
4. Steven Lennon Skotland (Kom fyrst til Íslands 23 ára gamall) 2 Íslandsmeistari með FH (2015 og 2016) 1 sinni markakóngur (2020) 1 leikmaður ársins (2020) 3 tíu marka tímabil 0,47 mörk í leik 101 mark í 215 leikjum 40 stoðsendingar 141 mark + stoðsendingar (0,65 í leik)
5. Gary Martin Englandi (Kom fyrst til Íslands 20 ára gamall) 1 sinni Íslandsmeistari með KR (2013) 2 sinnum markakóngur (2014 og 2019) 3 tíu marka tímabil 0,53 mörk í leik 57 mörk í 108 leikjum 23 stoðsendingar 80 mörk + stoðsendingar (0,74 í leik)
6. Nicolaj Hansen Danmörk (Kom til Íslands 23 ára gamall) 2 sinnum Íslandsmeistari með Víkingi R. (2021 og 2023) 1 sinni markakóngur (2021) 1 leikmaður ársins (2021) 2 tíu marka tímabil 0,36 mörk í leik 49 mörk í 137 leikjum 16 stoðsendingar 65 mörk + stoðsendingar (0,47 í leik)
Besta deild karla FH Valur ÍA KR Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira