Harðneitaði að ræða um Mbappé Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:46 Kylian Mbappé ætlar að kveðja PSG í sumar og ekkert virðist geta breytt því. Getty/Christian Liewig Luis Enrique, knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain, neitaði að tjá sig um yfirvofandi brottför sinnar helstu stórstjörnu, Kylian Mbappé, næsta sumar. Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta. Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Mbappé hefur tilkynnt PSG að hann muni yfirgefa félagið í sumar, eftir að samningur hans rennur út, og búist er við því að hann gangi í raðir Real Madrid. „Nei, ég get ekkert sagt. Aðilarnir sem um ræðir hafa ekkert sagt opinberla. Kylian Mbappé hefur ekkert sagt opinberlega. Þegar báðir aðilar hafa tjáð sig þá mun ég segja mína skoðun,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í dag. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að Mbappé vilji ekki einu sinni sjá tilboð frá PSG því hann sé staðráðinn í að fara frá félaginu. Franska félagið hafi undirbúið sig fyrir brottför hans síðan í desember og ætli í staðinn að kaupa toppframherja, toppmiðjumann og toppmiðvörð í sumar. Arteta vill að Arsenal sé með í umræðunni Þó að flest virðist benda til þess að Mbappé fari til Real Madrid þá hefur hann einnig verið sagður opinn fyrir því að fara til Arsenal. Would you be interested in Kylian Mbappé even if we already know where he s going?Arteta: You know?! . When there is a player of that calibre, we always have to be in that conversation, but as you said, it looks in a different way . pic.twitter.com/531UmNpoVa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2024 Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fékk þá spurningu á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði áhuga á að fá Mbappé, jafnvel þó að allir vissu hvert hann væri að fara: „Vitið þið það?“ spurði Arteta léttur. „Þegar um er að ræða leikmann í þessum gæðaflokki þá eigum við alltaf að vera í umræðunni, en eins og þið segið þá virðist þetta stefna í aðra átt,“ sagði Arteta sem var svo spurður frekar út í það hvort Arsenal gæti verið með í umræðunni um Mbappé. „Af hverju ekki? Ef við viljum verða besta liðið þá þurfum við mestu hæfileikabúntin og bestu leikmennina. Ég kem ekki að þessu. Kannski Edu og eigendurnir en ég er ekki með í samtölunum fyrr en í lokin,“ sagði Arteta.
Franski boltinn Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira