Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 18:28 Harry og Meghan heimsóttu Bresku-Kólumbíu í vikunni, þar sem þau voru viðstödd æfingar fyrir Invictus leikana árið 2025. Prinsinn stofnaði leikana fyrir særða, slasaða og veika hermenn. Getty/Andrew Chin Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein. „Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin. Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
„Ég elska fjölskylduna mína,“ sagði Harry í samtali við Will Reeve, einn þáttastjórnenda Good Morning America, í morgun. „Og ég er þakklátur fyrir þá staðreynd að ég gat farið um borð í flugvél og farið og hitt föður minn og varið tíma með honum,“ bætti hann við. Samskipti Harry við konungsfjölskylduna eru sögð hafa verið afar takmörkuð eftir útgáfu æviminninga hans, Varaskeifan, og eftir viðtal Opruh Winfrey við hann og eiginkonu hans Megan Markle. Hertogahjónin hafa meðal annars sakað konungsfjölskylduna um „ómeðvitaða fordóma“ vegna litarháttar Meghan og sonar þeirra og þá greindi Harry í bókinni frá atviki þar sem bróðir hans Vilhjálmur réðist á hann. EXCLUSIVE: Prince Harry to @ReeveWill on visiting King Charles after cancer diagnosis: I love my family. The fact that I was able to get on a plane and go see and spend anytime with him, I m grateful for that. https://t.co/yDp82WU7Bk pic.twitter.com/lO0cebeO9i— Good Morning America (@GMA) February 16, 2024 Í fyrrnefndu viðtali sem birt var í morgun talaði Reeve um eigin reynslu af því hvernig veikindi gætu sameinað fjölskyldur en faðir sjónvarpsmannsins, Súperman-leikarinn Christopher Reeve, lamaðist þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og lést árið 2004, aðeins 52 ára gamall. Reeve spurði Harry hvort að það væri mögulegt að veikindi föður hans myndu sameina fjölskylduna á ný. „Algjörlega. Já, ég er viss um það. Allar þessar fjölskyldur sem ég sé á hverjum degi; styrkur þess þegar fjölskyldan kemur saman. Ég held að hvers konar sjúkdómar, hvers konar veikindi, sameini fjölskyldur,“ svaraði hertoginn. Harry vildi ekki svara spurningum um heilsu föður síns og sagði það vera eitthvað sem yrði þeirra á milli. Hann gaf hins vegar upp að fyrirhugaðar væru ferðir til Bretlands eða með millilendingu á Bretlandi og hann myndi nýta þau tækifæri til að hitta fjölskylduna sína, eins mikið og væri mögulegt. Greint var frá því á dögunum að Karl hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Krabbameinið fannst ekki í blöðruhálskirtlinum en ekki hefur verið gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Karl tilkynnti sonum sínum persónulega um veikindinn og Harry ferðaðist strax til Lundúna frá heimili sínu í Kaliforníu til að hitta föður sinn. Hann snéri fljótt aftur og hitti ekki Vilhjálm bróður sinn. Vilhjálmur er sagður afar ósáttur við bróður sinn og samskipti þeirra sögð engin.
Bretland Harry og Meghan Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. 6. febrúar 2024 06:58