Nammigrísir í áfalli yfir verðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 13:24 Ef grannt er gáð má sjá að um 200 gramma poka er að ræða þótt verðmerkingin sé fyrir 360 gramma poka. Sá sem þetta skrifar hefur gerst sekur um að klára poka af Nóakroppi einn síns liðs. Virðist engu skipta um hvora stærðina sé að ræða. Ester Ýr Verð á hinu vinsæla sælgæti Nóa kroppi er tæplega þrjú þúsund krónur fyrir kílóið í verslunum Nettó. Allt ætlaði um koll að keyra í umræðuhópi þegar einn neytandinn taldi ranglega að verðið væri komið yfir fimm þúsund krónur kílóið. Vertu á verði - eftirlit með verðlagi er með virkari Facebook-hópum landans. Í verðbólguárferð standa meðlimir vaktina, fylgjast með vöruverði og skapast oft heitar umræður. Meðlimum hópsins brá í brún þegar einn viðskiptavinur Nettós í Lágmúla birti mynd í hópnum um helgina. Verðmiðinn við 200 gramma pokana af Nóa kroppi sýndi stórum stöfum verðið 1059 krónur. Það hefði þýtt rúmlega fimm þúsund krónur fyrir kílóið. Misskilningur reyndist á ferðinni því þótt pokarnir hafi verið 200 grömm í hillunni var verðmerkingin fyrir 360 gramma poka. Stærri gerðina, partýútgáfuna. Kílóverðið er því 2942 krónur fyrir kílóið. Sem mörgum þótti engu að síður alltof hátt. Líkt og með Wham og Duran Duran skiptast nammigrísir Íslands í fylkingar. Annars vegar þeir sem velja frekar Nóa kropp og svo hinir sem kjósa Freyju Hrís. Sá samanburður rataði einmitt í umræðuna og leiddi í ljós að hjá Nettó kostar 200 gramma pokinn af Hrís 729 krónur sem svarar til 3645 króna fyrir kílóið. Sambó Kúlu-Súkk annað vinsælt sælgæti, fyllt af lakkrís ólíkt Kroppinu og Hrísinu, er nokkuð ódýrara í sömu verslun. 529 krónur fyrir 300 grömm eða 1763 krónur fyrir kílóið. Er mörgum nammineytandanum nóg boðið og segja óeðlilegt að sælgætið sem hér hefur verið nefnt sé hreinilega orðið dýrara en kjúklingur í einhverjum tilfellum með tilliti til kílóverðs. Þá má nefna að fyrrnefndar vörur eru um tíu prósentum ódýrari í verslunum Bónus og Krónunnar en enn dýrari hjá Hagkaup, Iceland og Krambúðinni. Hefur verð hækkað óeðlilega mikið? Ertu með dæmi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Sælgæti Verðlag Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Vertu á verði - eftirlit með verðlagi er með virkari Facebook-hópum landans. Í verðbólguárferð standa meðlimir vaktina, fylgjast með vöruverði og skapast oft heitar umræður. Meðlimum hópsins brá í brún þegar einn viðskiptavinur Nettós í Lágmúla birti mynd í hópnum um helgina. Verðmiðinn við 200 gramma pokana af Nóa kroppi sýndi stórum stöfum verðið 1059 krónur. Það hefði þýtt rúmlega fimm þúsund krónur fyrir kílóið. Misskilningur reyndist á ferðinni því þótt pokarnir hafi verið 200 grömm í hillunni var verðmerkingin fyrir 360 gramma poka. Stærri gerðina, partýútgáfuna. Kílóverðið er því 2942 krónur fyrir kílóið. Sem mörgum þótti engu að síður alltof hátt. Líkt og með Wham og Duran Duran skiptast nammigrísir Íslands í fylkingar. Annars vegar þeir sem velja frekar Nóa kropp og svo hinir sem kjósa Freyju Hrís. Sá samanburður rataði einmitt í umræðuna og leiddi í ljós að hjá Nettó kostar 200 gramma pokinn af Hrís 729 krónur sem svarar til 3645 króna fyrir kílóið. Sambó Kúlu-Súkk annað vinsælt sælgæti, fyllt af lakkrís ólíkt Kroppinu og Hrísinu, er nokkuð ódýrara í sömu verslun. 529 krónur fyrir 300 grömm eða 1763 krónur fyrir kílóið. Er mörgum nammineytandanum nóg boðið og segja óeðlilegt að sælgætið sem hér hefur verið nefnt sé hreinilega orðið dýrara en kjúklingur í einhverjum tilfellum með tilliti til kílóverðs. Þá má nefna að fyrrnefndar vörur eru um tíu prósentum ódýrari í verslunum Bónus og Krónunnar en enn dýrari hjá Hagkaup, Iceland og Krambúðinni. Hefur verð hækkað óeðlilega mikið? Ertu með dæmi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Sælgæti Verðlag Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira