Tryggðu sér eilífa ást með kossi í New York Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 13:49 Hjónin um borð í bát á Hudson ánni. Eins og sést var ansi hvasst um borð eins og stundum í lífinu. Björn Þorláksson Björn Þorláksson, blaðamaður hjá Samstöðinni og bridgespilari, og Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði og akademóni, fagna tuttugu árum frá fyrsta hittingi í dag. „Ástin? Það eru heil 20 ár í dag síðan við tvö sàumst fyrst. Með inngripi sameiginlegrar vinkonu varð til fíflagangur. Og allt í einu urðum við eitt. Stundum hefur hvesst, sú er lífsins saga, en væri lífið nokkurs virði í samfelldu logni?!“ segir Björn í færslu á Facebook vegna tímamótanna. Hugvíkkandi hjónaband „Traustið og trúnaðurinn hefur alltaf verið hryggjarstykkið, ég mæli með því!“ Margur Íslendingurinn sem lagt hefur leið sína á Götubarinn undanfarin ár kannast líklega við Björn sem kemur þar reglulega við og spilar á píanóið fyrir gesti og gangandi sem taka undir í söng. „Við splæstum í koss í tilefni tímamótanna undir Brooklyn brúnni, sagan segir að ástin verði eilíf hjà þeim sem slíkt gjöra. Ég hef líka alltaf hlakkað til að verða gamall með henni Arndísi minni, enda hafa árin 20 verið alveg ótrúlega gefandi, hjónaband okkar hefur verið hugvíkkandi og skemmtilegt. Það sem maður er heppinn!“ segir Björn sem er vopnaður heimaprjónuðum vettlingum frá móður sinni í ferðinni. Þeir hafa reynst vel í kuldanum í New York. Hvað varð um hyldýpið? Tvö yngstu börn þeirra hjóna eru með í ferðinni og hefur fjölskyldan meðal annars skellt sér á Lion King á Broadway. Björn er þakklátur fyrir samveruna með fjölskyldunni og velti á dögunum fyrir sér hvað hefði orðið um hyldýpi milli foreldra og barna. Pælingar sem margir vinir hans á Facebook tengdu við. „Hvað varð um hyldýpið sem eitt sinn var nànast regla milli foreldra og unglinga? Hvað varð um hyldýpisgjána sem mín kynslóð hélt à sínum tíma að væri náttúrulögmál?“ segir Björn þakklátur fyrir samveruna með börnunum sínum ytra. „Þegar ég var á aldri þessara ungmenna, voru foreldrar manns það hallærislegasta í heiminum! Allt gekk út à að slíta sig frà þeim og gilti einu hvort foreldrar væru frábærir eða raunveruleg fífl. Sem leiddi oft til hættulegra tíma, háskalegrar hegðunar, enda veit unglingur oft minnst um viðsjár tilverunnar þegar hann er þess fullviss að hann viti allt!“ Margvísleg mistök hlutu því að varða veg manns sem unglings. „En nú er allt í einu orðið kúl að vera öll saman. Alltaf. Það sér maður út um allt. Og þótt unglingarnir græði mikið á því að uppreisnarhugur sé ekki alfa og ómega unglingsins, hvað má þá segja um gleði foreldrahjartanna? Seinþroska sem ég er á sumum sviðum er það sem ég er að reyna að lýsa af frekar miklum vanmætti, ein stærsta uppgötvun ævi minnar… hafiði sjálf pælt í þessari samfélagsmenningarumbót? Þeirri byltingu sem orðið hefur til batnaðar? Síðan við vorum sjálf unglingar?“ Fjölskyldan heldur í dag heim á leið með börnunum sínum yngstu. Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Ástin? Það eru heil 20 ár í dag síðan við tvö sàumst fyrst. Með inngripi sameiginlegrar vinkonu varð til fíflagangur. Og allt í einu urðum við eitt. Stundum hefur hvesst, sú er lífsins saga, en væri lífið nokkurs virði í samfelldu logni?!“ segir Björn í færslu á Facebook vegna tímamótanna. Hugvíkkandi hjónaband „Traustið og trúnaðurinn hefur alltaf verið hryggjarstykkið, ég mæli með því!“ Margur Íslendingurinn sem lagt hefur leið sína á Götubarinn undanfarin ár kannast líklega við Björn sem kemur þar reglulega við og spilar á píanóið fyrir gesti og gangandi sem taka undir í söng. „Við splæstum í koss í tilefni tímamótanna undir Brooklyn brúnni, sagan segir að ástin verði eilíf hjà þeim sem slíkt gjöra. Ég hef líka alltaf hlakkað til að verða gamall með henni Arndísi minni, enda hafa árin 20 verið alveg ótrúlega gefandi, hjónaband okkar hefur verið hugvíkkandi og skemmtilegt. Það sem maður er heppinn!“ segir Björn sem er vopnaður heimaprjónuðum vettlingum frá móður sinni í ferðinni. Þeir hafa reynst vel í kuldanum í New York. Hvað varð um hyldýpið? Tvö yngstu börn þeirra hjóna eru með í ferðinni og hefur fjölskyldan meðal annars skellt sér á Lion King á Broadway. Björn er þakklátur fyrir samveruna með fjölskyldunni og velti á dögunum fyrir sér hvað hefði orðið um hyldýpi milli foreldra og barna. Pælingar sem margir vinir hans á Facebook tengdu við. „Hvað varð um hyldýpið sem eitt sinn var nànast regla milli foreldra og unglinga? Hvað varð um hyldýpisgjána sem mín kynslóð hélt à sínum tíma að væri náttúrulögmál?“ segir Björn þakklátur fyrir samveruna með börnunum sínum ytra. „Þegar ég var á aldri þessara ungmenna, voru foreldrar manns það hallærislegasta í heiminum! Allt gekk út à að slíta sig frà þeim og gilti einu hvort foreldrar væru frábærir eða raunveruleg fífl. Sem leiddi oft til hættulegra tíma, háskalegrar hegðunar, enda veit unglingur oft minnst um viðsjár tilverunnar þegar hann er þess fullviss að hann viti allt!“ Margvísleg mistök hlutu því að varða veg manns sem unglings. „En nú er allt í einu orðið kúl að vera öll saman. Alltaf. Það sér maður út um allt. Og þótt unglingarnir græði mikið á því að uppreisnarhugur sé ekki alfa og ómega unglingsins, hvað má þá segja um gleði foreldrahjartanna? Seinþroska sem ég er á sumum sviðum er það sem ég er að reyna að lýsa af frekar miklum vanmætti, ein stærsta uppgötvun ævi minnar… hafiði sjálf pælt í þessari samfélagsmenningarumbót? Þeirri byltingu sem orðið hefur til batnaðar? Síðan við vorum sjálf unglingar?“ Fjölskyldan heldur í dag heim á leið með börnunum sínum yngstu.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira