Varist eftirlíkingar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2024 14:31 Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Hælisleitendur Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun