Tvær konur geta leyst stóru málin Sandra B. Franks skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun