Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 16:30 Berjaya hótel við Reykjavíkurflugvöll. Hótelið hét Hótel Loftleiðir til margra ára. Í bakgrunni má sjá flugvél Icelandair. Vísir/vilhelm Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér. Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér.
Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36