Dani hafi grætt milljónir á streymissvindli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2024 09:04 Maðurinn græddi rúmar 87 milljónir íslenskra króna á svindlinu. Vísir/Getty Réttað verður yfir 53 ára gömlum dönskum karlmanni í Árósum í dag en honum er gefið að sök að hafa stolið 689 lögum eða hluta úr lögum og dreift þeim undir eigin nafni á streymisveitum líkt og Spotify og Apple Music. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum. Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að lögin sem maðurinn stal hafi verið spiluð ótal sinnum. Það hafi tryggt manninum 4,3 milljónir danskra króna í höfundarréttargjöld eða því sem nemur rúmum 87 milljónum íslenskra króna. Ekki er þó talið að raunverulegar hlustanir liggi að baki þessum tölum. Svikin eru sögð hafa átt sér stað frá 2013 til 2019. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum. Hann er grunaður um að hafa stolið lögum frá öðrum listamönnum, breytt þeim lítillega og svo endurútgefið lögin undir eigin nafni. Tekið er fram í frétt DRK að maðurinn neiti sök. Haft er eftir lögmanni hans sem og forsvarsmönnum danska tónlistariðnaðarins að málið sé einstakt í Danmörku og þótt víðar væri leitað. Haft er eftir Rasmus Rex, dönskum sérfræðingi í tónlistarbransanum að það séu ýmsar leiðir færar til að ná fram „spilunum“ á lögum á streymisveitum. Ljóst sé miðað við hve lág höfundarréttargjöld almennt séu meðal annars frá Spotify að maðurinn hafi látið spilað lög sín ansi oft. Til þess séu ýmsar leiðir. Hægt sé að nýta til þess tölvuforrit. Þá sé einnig hægt að nálgast ýmiskonar þjónustu um víða veröld sem tryggi manni slíkar spilanir. Dómur mun falla í málinu í næstu viku. Er búist við því að málinu verði skotið til hæstaréttar Danmerkur hvernig sem það fer. Rasmus segir ljóst að málið snerti gríðarlega marga enda hafi maðurinn fengið greitt úr sameiginlegum höfundarréttarsjóði Danmerkur og svik hans þannig bitnað á fjölmörgum tónlistarmönnum.
Danmörk Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Streymisveitur Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira