Völler minnist Brehme: Var HM-hetjan okkar en líka svo miklu meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 11:31 Rudi Völler og Andreas Brehme fagna saman heimsmeistaratitli Þjóðverja árið 1990. Getty/David Cannon Rudi Völler, fyrrum framherji og þjálfari þýska fótboltalandsliðsins, er einn þeirra sem hefur minnst Andreas Brehme sem lést úr hjartaáfalli aðeins 63 ára gamall. Völler og Brehme voru saman í þýska heimsmeistaraliðinu á HM á Ítalíu 1990. Völler fiskaði vítið sem Brehme skoraði sigurmarkið úr í úrslitaleiknum á móti Argentínu. Ruhe in Frieden, Andy! #RIP #Brehme | IMAGO pic.twitter.com/JfNGcZOi6v— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024 „Ég trúi þessu ekki. Fréttirnar af óvæntu fráfalli Andreas gera mig ótrúlega leiðan,“ sagði Rudi Völler sem starfar núna sem yfirmaður þýska landsliðsins. Stutt viðtal við hann birtist á heimasíðu þýska sambandsins. „Andy var HM-hetjan okkar en líka svo miklu meira. Hann var náinn vinur minn og félagi allt til dagsins í dag,“ sagði Völler. „Ég mun sakna hinnar yndislegu lífsgleði hans. Hugur minn er nú hjá fjölskyldu hans, vinum og þá sérstaklega tveimur sonum hans. Ég óska þess að þeir finni styrk,“ sagði Völler. „Andreas Brehme er einn af farsælustu og bestu fótboltamönnunum í sögu Þýskalands. Þýskur fótbolti á honum mikið að þakka. Ásamt Mario Gotze, Gerd Muller og Helmut Rahn þá er hann einn af fjórum leikmönnum sem tryggðu þjóð okkar heimsmeistaratitilinn,“ sagði Bernd Neuendorf, forseti þýska sambandsins. „Sterkar taugar hans og hversu öflugur hann var í návígi. Hann var jafnfættur með frábærar fyrirgjafir, góðar sendingar og lagði sig alltaf mikið fram. Allt þetta var hans auðkenni en gaf okkur svo mikla ánægju og líka svo margar frábærar stundir,“ sagði Neuendorf. Du bleibst unvergessen! Rudi Völler zum Tod von Andy Brehme: "Andy war unser WM-Held, aber für mich noch viel mehr - er war mein enger Freund und Begleiter bis zum heutigen Tag. Seine wunderbare Lebensfreude wird mir fehlen."Zum Nachruf: https://t.co/LK21A2LaxQ pic.twitter.com/Bg8ee5aYs4— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Völler og Brehme voru saman í þýska heimsmeistaraliðinu á HM á Ítalíu 1990. Völler fiskaði vítið sem Brehme skoraði sigurmarkið úr í úrslitaleiknum á móti Argentínu. Ruhe in Frieden, Andy! #RIP #Brehme | IMAGO pic.twitter.com/JfNGcZOi6v— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024 „Ég trúi þessu ekki. Fréttirnar af óvæntu fráfalli Andreas gera mig ótrúlega leiðan,“ sagði Rudi Völler sem starfar núna sem yfirmaður þýska landsliðsins. Stutt viðtal við hann birtist á heimasíðu þýska sambandsins. „Andy var HM-hetjan okkar en líka svo miklu meira. Hann var náinn vinur minn og félagi allt til dagsins í dag,“ sagði Völler. „Ég mun sakna hinnar yndislegu lífsgleði hans. Hugur minn er nú hjá fjölskyldu hans, vinum og þá sérstaklega tveimur sonum hans. Ég óska þess að þeir finni styrk,“ sagði Völler. „Andreas Brehme er einn af farsælustu og bestu fótboltamönnunum í sögu Þýskalands. Þýskur fótbolti á honum mikið að þakka. Ásamt Mario Gotze, Gerd Muller og Helmut Rahn þá er hann einn af fjórum leikmönnum sem tryggðu þjóð okkar heimsmeistaratitilinn,“ sagði Bernd Neuendorf, forseti þýska sambandsins. „Sterkar taugar hans og hversu öflugur hann var í návígi. Hann var jafnfættur með frábærar fyrirgjafir, góðar sendingar og lagði sig alltaf mikið fram. Allt þetta var hans auðkenni en gaf okkur svo mikla ánægju og líka svo margar frábærar stundir,“ sagði Neuendorf. Du bleibst unvergessen! Rudi Völler zum Tod von Andy Brehme: "Andy war unser WM-Held, aber für mich noch viel mehr - er war mein enger Freund und Begleiter bis zum heutigen Tag. Seine wunderbare Lebensfreude wird mir fehlen."Zum Nachruf: https://t.co/LK21A2LaxQ pic.twitter.com/Bg8ee5aYs4— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira