Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Stuðningsmenn Schalke 04 standa á bak við félagið sitt þó það sé nú í fallbaráttu í þýsku b-deildinni. Getty/Leon Kuegeler Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira