Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 12:24 Öldugangurinn var rosalega mikill. Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. „Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32
Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15