Varar við afturhvarfi KSÍ: „Mikilvægara var að verja ofbeldismenn en brotaþola“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 11:30 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, hvetur til þess að nýr formaður KSÍ standi mun betur með þolendum ofbeldis en henni þótti Guðni Bergsson gera á sínum tíma. „Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far. Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað í vetur að hætta sem formaður KSÍ á ársþinginu sem fram undan er um helgina. Þrír menn sækjast eftir því að taka við af henni, þeir Vignir Már Þormóðsson, Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson. Guðni, Þorvaldur og Vignir verða allir gestir í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Eins og Drífa bendir á í grein sinni neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna, þegar hann var með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni sambandsins um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. „Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg“ „Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ,“ skrifar Drífa. Í valdatíð Vöndu hefur stjórn KSÍ núna meðal annars markað þá stefnu að þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta gildir jafnt um leikmenn, dómara, þjálfara, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ. Óbærilegt ef allt verður eins og áður Drífa segir brýnt að KSÍ, sem sé stór stærð í íslensku samfélagi, taki á ofbeldismálum og karlrembu. „Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýir tímar!“ Á undanförnum árum hafa Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson allir þurft að víkja úr íslenska landsliðinu vegna gruns um lögbrot. Engu þeirra mála hefur þó lokið með dómi og hafa Aron og Gylfi báðir snúið aftur í landsliðið. Kolbeinn er hættur en mál Alberts er enn á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. „Ótrúlega hátt“ kæruhlutfall Drífa segir „ótrúlega hátt“ hlutfall landsliðsmanna í fótbolta hafa verið kærðir, fleiri en í öðrum íþróttagreinum og fleiri en gangi og gerist í samfélaginu í heild. „Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja,“ skrifar Drífa en grein hennar má finna hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir ákvað í vetur að hætta sem formaður KSÍ á ársþinginu sem fram undan er um helgina. Þrír menn sækjast eftir því að taka við af henni, þeir Vignir Már Þormóðsson, Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson. Guðni, Þorvaldur og Vignir verða allir gestir í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Eins og Drífa bendir á í grein sinni neyddist Guðni til að segja af sér árið 2021, líkt og öll stjórn KSÍ í kjölfarið, eftir ásakanir um þöggun varðandi kynferðisofbeldi landsliðsmanna. Samkvæmt niðurstöðu úttektarnefndar ÍSÍ, sem birt var svo í lok árs 2021, veitti Guðni fjölmiðlum og almenningi villandi upplýsingar um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál leikmanna, þegar hann var með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni sambandsins um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. „Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg“ „Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ,“ skrifar Drífa. Í valdatíð Vöndu hefur stjórn KSÍ núna meðal annars markað þá stefnu að þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta gildir jafnt um leikmenn, dómara, þjálfara, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ. Óbærilegt ef allt verður eins og áður Drífa segir brýnt að KSÍ, sem sé stór stærð í íslensku samfélagi, taki á ofbeldismálum og karlrembu. „Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýir tímar!“ Á undanförnum árum hafa Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson allir þurft að víkja úr íslenska landsliðinu vegna gruns um lögbrot. Engu þeirra mála hefur þó lokið með dómi og hafa Aron og Gylfi báðir snúið aftur í landsliðið. Kolbeinn er hættur en mál Alberts er enn á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru. „Ótrúlega hátt“ kæruhlutfall Drífa segir „ótrúlega hátt“ hlutfall landsliðsmanna í fótbolta hafa verið kærðir, fleiri en í öðrum íþróttagreinum og fleiri en gangi og gerist í samfélaginu í heild. „Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja,“ skrifar Drífa en grein hennar má finna hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti