Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2024 10:55 Odysseus á flugi yfir tunglinu. Intuitive Machines Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lendir fari á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins Astrobotic Technology reyndu að lenda fari á tunglinu í síðasta mánuði en það mistókst vegna bilunar. Forsvarsmenn IM hafa staðfest að Ódysseifur lenti á fótunum, ef svo má segja, en sambandið við farið þótti ekki nægilega sterkt fyrst eftir lendingu. Tveimur tímum eftir lendinguna byrjuðu gögnin svo að streyma frá tunglinu, samkvæmt frétt AP. Your order was delivered to the Moon! @Int_Machines' uncrewed lunar lander landed at 6:23pm ET (2323 UTC), bringing NASA science to the Moon's surface. These instruments will prepare us for future human exploration of the Moon under #Artemis. pic.twitter.com/sS0poiWxrU— NASA (@NASA) February 22, 2024 Eins og áður segir er IM fyrsta einkafyrirtækið til að lenda fari á tunglinu. Hingað til hefur einungis fimm ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Indlandi og Japan, sem lenti fari á tunglinu í síðasta mánuði. Síðast lentu Bandaríkin geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bill Nelson er yfirmaður NASA. Today, for the first time in half a century, America has returned to the Moon .On the eighth day of a quarter-million-mile voyage, @Int_Machines aced the landing of a lifetime.What a feat for IM, @SpaceX & @NASA.What a triumph for humanity.Odysseus has taken the Moon. pic.twitter.com/JwtCQmMS2K— Bill Nelson (@SenBillNelson) February 23, 2024 Vonast er til þess að geimfarar framtíðarinnar geti notað frosið vatn í gígum á pólum tunglsins og þess vegna varð suðurpóllinn fyrir valinu hjá forsvarsmönnum Intuitive Machines. Ódysseifur lenti í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá pólnum á tiltölulega sléttu svæði, þar sem vonast er til að finna megi ís. Ódysseifur er annað af um tíu tungllendingarförum sem framleidd hafa verið eða á að framleiða í Bandaríkjunum á næstu árum. Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Þetta er einnig í fyrsta sinn sem einkafyrirtæki lendir fari á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins Astrobotic Technology reyndu að lenda fari á tunglinu í síðasta mánuði en það mistókst vegna bilunar. Forsvarsmenn IM hafa staðfest að Ódysseifur lenti á fótunum, ef svo má segja, en sambandið við farið þótti ekki nægilega sterkt fyrst eftir lendingu. Tveimur tímum eftir lendinguna byrjuðu gögnin svo að streyma frá tunglinu, samkvæmt frétt AP. Your order was delivered to the Moon! @Int_Machines' uncrewed lunar lander landed at 6:23pm ET (2323 UTC), bringing NASA science to the Moon's surface. These instruments will prepare us for future human exploration of the Moon under #Artemis. pic.twitter.com/sS0poiWxrU— NASA (@NASA) February 22, 2024 Eins og áður segir er IM fyrsta einkafyrirtækið til að lenda fari á tunglinu. Hingað til hefur einungis fimm ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Indlandi og Japan, sem lenti fari á tunglinu í síðasta mánuði. Síðast lentu Bandaríkin geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bill Nelson er yfirmaður NASA. Today, for the first time in half a century, America has returned to the Moon .On the eighth day of a quarter-million-mile voyage, @Int_Machines aced the landing of a lifetime.What a feat for IM, @SpaceX & @NASA.What a triumph for humanity.Odysseus has taken the Moon. pic.twitter.com/JwtCQmMS2K— Bill Nelson (@SenBillNelson) February 23, 2024 Vonast er til þess að geimfarar framtíðarinnar geti notað frosið vatn í gígum á pólum tunglsins og þess vegna varð suðurpóllinn fyrir valinu hjá forsvarsmönnum Intuitive Machines. Ódysseifur lenti í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá pólnum á tiltölulega sléttu svæði, þar sem vonast er til að finna megi ís. Ódysseifur er annað af um tíu tungllendingarförum sem framleidd hafa verið eða á að framleiða í Bandaríkjunum á næstu árum.
Tunglið Bandaríkin Artemis-áætlunin SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48
Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. 9. janúar 2024 09:33
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00